Enski boltinn

Varslan sem kom í veg fyrir fernu Suarez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Boaz Myhill hafði nóg að gera í 4-1 tapi West Brom á Anfield á laugardaginn.

Velski landsliðsmarkvörðurinn þurfti í þrígang að sækja knöttinn úr neti sínu eftir afgreiðslur Luis Suarez. Þá vippaði Daniel Sturridge glæsilega yfir hann seint í leiknum.

Myhill getur mögulega huggað sig við að stórbrotin markvarsla hans kom í veg fyrir að Úrúgvæinn skoraði sína fyrstu fernu í rauða búningnum.

Vörsluna má sjá hér að ofan. Hún er sú síðasta af fimm glæsilegum vörslum í úrvalsdeildinni um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×