Enski boltinn

Kyle Walker hjá Tottenham til ársins 2019

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kyle Walker í leik með Tottenham gegn Hull um helgina.
Kyle Walker í leik með Tottenham gegn Hull um helgina. nordicphotos/getty
Kyle Walker, leikmaður Tottenham Hotspur, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til árisins 2019.

Walker skrifaði í dag undir nýjan sex ára samning við klúbbinn en þessi hægri bakvörður hefur verið frábær með liðinu undanfarin tímabil.

Leikmaðurinn gekk í raðir Tottenham árið 2009 frá Sheffield United og hefur síðan þá leikið 112 leik fyrir félagið.

Hann hefur á þeim tími unnið sér sæti í landsliðshópi Englendinga og tekið miklum framförum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×