Innlent

Kirkjuklukkur í baráttunni gegn einelti

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að einelti sé alvarlegt vandamál í samfélagi okkar. Það fyrirfinnist í öllum aldurshópum, á vinnustöðum, í skólum og annars staðar í samfélaginu.

Í fréttatilkynningu segir hún að alþjóðleg hnattvæðing gegn einelti og kynferðisofbeldi frá vöggu til grafar sé 8. nóvember næstkomandi.

„Undanfarin ár hefur bjöllum verið hringt í kirkjum landsins þennan dag. Þannig hefur kirkjan viljað leggja baráttunni lið. Lagt er til að kirkjuklukkum verði hringt þar sem því verður við komið föstudaginn 8. nóvember n.k. kl. 13 í 7 mínútur, en það er mínúta fyrir hvern dag vikunnar,“ segir í tilkynningunni.

„Þannig leggur Þjóðkirkjan sitt af mörkum til að minna á alvarleika eineltis og kynferðisofbeldis. Sú áminning er liður í að uppræta eineltið og ofbeldið sem því miður virðist ekki vera vanþörf á,“ segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×