Innlent

Ræktuðu og seldu kannabis

mynd / stefán
Víetnamskt par á fertugsaldri hefur verið ákært fyrir að rækta og selja kannabis árin 2011 og 2012.

Aðalmeðferð í máli þeirra fór fram í síðustu viku en þau eru meðal annars ákærð fyrir að hafa í vörslum sínum 165 kannabisplöntur, plöntuhluta sem vógu um 4 kíló og svo tæplega eitt kíló af maríjúana. 

Þau eru einnig ákærð fyrir að hafa ræktað kannabis í húsnæði í Reykjavík. Ræktunin var nokkuð umfangsmikil, en í húsnæðinu fundust meðal annars 13 gróðurhúsalampar og 73 blómapottar.

Gera má ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í málinu á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×