Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 2-1 | Stjarnan í úrslit Stefán Árni Pálsson skrifar 1. ágúst 2013 19:15 Stjarnan komst í kvöld í úrslit Borgunarbikarsins eftir magnaðan sigur á KR, 2-1, eftir framlengdan leik. KR-ingar náðu að jafna metin eftir venjulegan leiktíma en það var Garðar Jóhannsson sem skallaði Stjörnumenn á Laugardalsvöllinn. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var verulega bragðdaufur og ekkert markvert gerðist í raun í hálfleiknum. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Strax á fyrstu fimm mínútunum hafði meira gerst en í öllum fyrri hálfleiknum. Liðið voru mun ákveðnari og KR-ingar mættu virkilega grimmir út í síðari hálfleikinn. Liðin voru samt sem áður í vandræðum að skapa sér færi en það var greinilegt á leik liðanna að það var mikið undir. Þegar komið var á 87. mínútu leiksins óð Halldór Orri Björnsson upp völlinn, fór framhjá hverjum KR-ingnum á fætur öðrum. Þar til komið var að Grétari Sigfinni Sigurðasyni, leikmanni KR, sem hann fór óvenju auðveldlega framhjá, renndi síðan boltanum framhjá Hannesi í markinu. Frábærlega gert en aftasta lína KR leit skelfilega illa út í aðdraganda marksins. Allt varð vitlaust á vellinum en KR-ingar neituðu að gefast upp. Strax í kjölfar marksins var Gary Martin settur inná og hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína. Jöfnunarmarkið kom þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en Kjartan Henry Finnbogason átti fína stungusendingu á Martin sem skallaði boltanum yfir Arnar Darra í marki Stjörnunnar. Arnar Darri var nýkominn inná völlinn þar sem Ingvar Jónsson hafði vankast í samstuði. Það þurfti því að framlengja leikinn. Í framlengingunni byrjaði þetta ekki vel fyrir KR-inga en Aron Bjarki Jósefsson fékk fljótlega sitt annað gula spjald í leiknum og því rautt. Stjörnumenn voru þarna búnir með allar sínar skiptingar og menn voru vel þreyttir. Garðar Jóhannsson var farinn í náranum en það var hann sem var hetja leiksins þegar hann skallaði boltann í netið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Stjarnan því komin í úrslitaleikinn eftir svakalegan leik.Hér að ofan má sjá hvernig stemmningin var í leikslok. Garðar: Vildum hefna fyrir leikinn í fyrra„Ég er alveg búinn á því,“ sagði hetja Stjörnumanna Garðar Jóhannsson, eftir leikinn í kvöld. „Ég fékk krampa báðum megin í náranum og átti erfitt með að hlaupa en þetta hafðist og það er það sem skiptir máli.“ „Maður finnur alltaf kraft til að hoppa upp og skalla boltann í netið. Mig langar bara í úrslitaleikinn, svo einfalt er það.“ KR varð bikarmeistari í fyrra eftir úrslitaleik gegn Stjörnunni. „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa gegn KR í fyrra og við ætluðum að hefna fyrir það í kvöld.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Rúnar: Verður skrítið að vera ekki í úrslitum í ár„Þetta var bara mjög jafn leikur og gat alveg fallið báðum megin en við verðum bara að tapa í kvöld og býta í það súra epli,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við spiluðum bara vel í kvöld og mér fannst við stjórna leiknum allan tíman fyrir utan kannski fyrstu 15-20 mínúturnar.“ „Ég er sáttur við leikinn í heild sinni en ósáttur við úrslitin. Við lögðum allt í sölurnar til að jafna leikinn undir lokin og það hafðist sem ég er stoltur af.“ „Við vorum virkilega óheppnir að missa Aron [Bjarka Jósefsson] útaf. Hann braut tvisvar af sér í leiknum og fékk það að leiðindum rautt spjald,“ sagði Rúnar svekktur. „Við erum búnir að vera í þessum úrslitaleik síðastliðin þrjú ár og okkur langaði auðvitað þangað aftur í ár. Það verður skrítið að vera ekki þátttakandi í þeim leik í ár.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rúnar með því að ýta hér. Logi: "Hóflega drukkið vín gleður manns hjarta“„Þetta var rosalega taugastrekkjandi leikur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum búnir að spila fjóra leiki í þessari keppni hingað til og þrisvar hafa leikirnir farið í framlengingu.“ „Þetta er búið að vera allt of erfið leið fyrir okkur til þess að klára ekki dæmið hér í kvöld. Þessir piltar mínir eru bara að styrkjast með tímanum og eftir svona mótlæti eins og í kvöld, þá gefast menn ekki upp. Þegar við fengum á okkur þetta jöfnunarmark þá héldu menn bara haus og kláruðu leikinn með sæmd.“ Garðbæingar fengu enn einu sinn magnaðan stuðning í kvöld frá Silfurskeiðinni. „Ég þreytist ekkert á því að hæla þessum drengjum. Þeir hafa verið okkur frábærir og styðja okkur alltaf allan tímann.“ „Ég hef einnig oft hælt þeim mikið fyrir það hvernig þeir fara með vín. Þetta eru allt sómamenn í skemmtunum og jú hóflega drukkið vín gleður manns hjarta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Stjarnan komst í kvöld í úrslit Borgunarbikarsins eftir magnaðan sigur á KR, 2-1, eftir framlengdan leik. KR-ingar náðu að jafna metin eftir venjulegan leiktíma en það var Garðar Jóhannsson sem skallaði Stjörnumenn á Laugardalsvöllinn. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var verulega bragðdaufur og ekkert markvert gerðist í raun í hálfleiknum. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Strax á fyrstu fimm mínútunum hafði meira gerst en í öllum fyrri hálfleiknum. Liðið voru mun ákveðnari og KR-ingar mættu virkilega grimmir út í síðari hálfleikinn. Liðin voru samt sem áður í vandræðum að skapa sér færi en það var greinilegt á leik liðanna að það var mikið undir. Þegar komið var á 87. mínútu leiksins óð Halldór Orri Björnsson upp völlinn, fór framhjá hverjum KR-ingnum á fætur öðrum. Þar til komið var að Grétari Sigfinni Sigurðasyni, leikmanni KR, sem hann fór óvenju auðveldlega framhjá, renndi síðan boltanum framhjá Hannesi í markinu. Frábærlega gert en aftasta lína KR leit skelfilega illa út í aðdraganda marksins. Allt varð vitlaust á vellinum en KR-ingar neituðu að gefast upp. Strax í kjölfar marksins var Gary Martin settur inná og hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína. Jöfnunarmarkið kom þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en Kjartan Henry Finnbogason átti fína stungusendingu á Martin sem skallaði boltanum yfir Arnar Darra í marki Stjörnunnar. Arnar Darri var nýkominn inná völlinn þar sem Ingvar Jónsson hafði vankast í samstuði. Það þurfti því að framlengja leikinn. Í framlengingunni byrjaði þetta ekki vel fyrir KR-inga en Aron Bjarki Jósefsson fékk fljótlega sitt annað gula spjald í leiknum og því rautt. Stjörnumenn voru þarna búnir með allar sínar skiptingar og menn voru vel þreyttir. Garðar Jóhannsson var farinn í náranum en það var hann sem var hetja leiksins þegar hann skallaði boltann í netið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Stjarnan því komin í úrslitaleikinn eftir svakalegan leik.Hér að ofan má sjá hvernig stemmningin var í leikslok. Garðar: Vildum hefna fyrir leikinn í fyrra„Ég er alveg búinn á því,“ sagði hetja Stjörnumanna Garðar Jóhannsson, eftir leikinn í kvöld. „Ég fékk krampa báðum megin í náranum og átti erfitt með að hlaupa en þetta hafðist og það er það sem skiptir máli.“ „Maður finnur alltaf kraft til að hoppa upp og skalla boltann í netið. Mig langar bara í úrslitaleikinn, svo einfalt er það.“ KR varð bikarmeistari í fyrra eftir úrslitaleik gegn Stjörnunni. „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa gegn KR í fyrra og við ætluðum að hefna fyrir það í kvöld.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Rúnar: Verður skrítið að vera ekki í úrslitum í ár„Þetta var bara mjög jafn leikur og gat alveg fallið báðum megin en við verðum bara að tapa í kvöld og býta í það súra epli,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við spiluðum bara vel í kvöld og mér fannst við stjórna leiknum allan tíman fyrir utan kannski fyrstu 15-20 mínúturnar.“ „Ég er sáttur við leikinn í heild sinni en ósáttur við úrslitin. Við lögðum allt í sölurnar til að jafna leikinn undir lokin og það hafðist sem ég er stoltur af.“ „Við vorum virkilega óheppnir að missa Aron [Bjarka Jósefsson] útaf. Hann braut tvisvar af sér í leiknum og fékk það að leiðindum rautt spjald,“ sagði Rúnar svekktur. „Við erum búnir að vera í þessum úrslitaleik síðastliðin þrjú ár og okkur langaði auðvitað þangað aftur í ár. Það verður skrítið að vera ekki þátttakandi í þeim leik í ár.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Rúnar með því að ýta hér. Logi: "Hóflega drukkið vín gleður manns hjarta“„Þetta var rosalega taugastrekkjandi leikur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum búnir að spila fjóra leiki í þessari keppni hingað til og þrisvar hafa leikirnir farið í framlengingu.“ „Þetta er búið að vera allt of erfið leið fyrir okkur til þess að klára ekki dæmið hér í kvöld. Þessir piltar mínir eru bara að styrkjast með tímanum og eftir svona mótlæti eins og í kvöld, þá gefast menn ekki upp. Þegar við fengum á okkur þetta jöfnunarmark þá héldu menn bara haus og kláruðu leikinn með sæmd.“ Garðbæingar fengu enn einu sinn magnaðan stuðning í kvöld frá Silfurskeiðinni. „Ég þreytist ekkert á því að hæla þessum drengjum. Þeir hafa verið okkur frábærir og styðja okkur alltaf allan tímann.“ „Ég hef einnig oft hælt þeim mikið fyrir það hvernig þeir fara með vín. Þetta eru allt sómamenn í skemmtunum og jú hóflega drukkið vín gleður manns hjarta.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira