Segir póstþjónustu á búðarkassa asnalega Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. ágúst 2013 08:45 Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri í Kjarval, segir að þótt miklar annir séu búðinni sé póstþjónustan þar í lagi. „Ég held varla að það sé möguleiki á því að menn hafi sett þetta niður með asnalegri hætti heldur en hér,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um fyrirkomulag póstafgreiðslu í versluninni Kjarval í Vík. Að sögn Ásgeirs var afgreiðsla Íslandspósts í Vík þar til í fyrravetur í höndum bókhaldsfyrirtækis í þorpinu. Þar hafi verið opið frá níu til fjögur eins og í venjulegum póstafgreiðslum. Nú sé aðeins opið fyrir póstinn frá ellefu til þrjú í Kjarval. Sveitarstjórninni gagnrýnir fyrirkomulagið harðlega í bókun og krefst þess að strax verði bætt úr. „Ekki aðeins var afgreiðslutíminn styttur til muna, heldur er póstafgreiðslunni troðið við hliðina á búðarkassa í verslun Kjarvals í Vík og aðgengi að póstþjónustunni er algerlega ófullnægjandi,“ segir sveitarstjórnin.Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Þetta er náttúrlega engin þjónusta sem er verið að veita okkur,“ segir Ásgeir sem kveður heimamenn sömuleiðis ósátta við hversu lítil verslunin sé yfirhöfuð. Sveitarstjórnin vill að búðin verði stækkuð. „Þessi verslun getur alveg annað því fólki sem hér býr undir venjulegum kringumstæðum en hún gerir það engan vegin á háannatíma ferðaþjónustunnar. Það er kvíðvænlegt að fara í búðina af því að það er svo mikið að gera,“ segir sveitarstjórinn. Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri í Kjarval, kveðst undrast hversu hvassyrt sveitarstjórnin sé. „Þetta gengur held ég alveg nánast upp. Mér finnst menn vera að blása þetta ótrúlega mikið upp,“ segir Pálmi. „Það vita náttúrlega allir að búðin er sprungin miðað við traffíkina á sumrin. En það er bara einn fimmti hluti alls ársins.“ Pálmi bendir á að Kaupás, móðurfélag Kjarvals, sé í söluferli um þessar mundir. „Þannig að það er örugglega í bið að menn séu að spá í að stækka verslunina hér,“ segir Pálmi. Það sé hins vegar hans skoðun að ýmissa breytinga sé þörf, til dæmis að flytja búðina í stærra húsnæði. „Það væri örggulega gaman fyrir marga að sjá lagerplássið á sumrin hjá mér." Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Ég held varla að það sé möguleiki á því að menn hafi sett þetta niður með asnalegri hætti heldur en hér,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um fyrirkomulag póstafgreiðslu í versluninni Kjarval í Vík. Að sögn Ásgeirs var afgreiðsla Íslandspósts í Vík þar til í fyrravetur í höndum bókhaldsfyrirtækis í þorpinu. Þar hafi verið opið frá níu til fjögur eins og í venjulegum póstafgreiðslum. Nú sé aðeins opið fyrir póstinn frá ellefu til þrjú í Kjarval. Sveitarstjórninni gagnrýnir fyrirkomulagið harðlega í bókun og krefst þess að strax verði bætt úr. „Ekki aðeins var afgreiðslutíminn styttur til muna, heldur er póstafgreiðslunni troðið við hliðina á búðarkassa í verslun Kjarvals í Vík og aðgengi að póstþjónustunni er algerlega ófullnægjandi,“ segir sveitarstjórnin.Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Þetta er náttúrlega engin þjónusta sem er verið að veita okkur,“ segir Ásgeir sem kveður heimamenn sömuleiðis ósátta við hversu lítil verslunin sé yfirhöfuð. Sveitarstjórnin vill að búðin verði stækkuð. „Þessi verslun getur alveg annað því fólki sem hér býr undir venjulegum kringumstæðum en hún gerir það engan vegin á háannatíma ferðaþjónustunnar. Það er kvíðvænlegt að fara í búðina af því að það er svo mikið að gera,“ segir sveitarstjórinn. Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri í Kjarval, kveðst undrast hversu hvassyrt sveitarstjórnin sé. „Þetta gengur held ég alveg nánast upp. Mér finnst menn vera að blása þetta ótrúlega mikið upp,“ segir Pálmi. „Það vita náttúrlega allir að búðin er sprungin miðað við traffíkina á sumrin. En það er bara einn fimmti hluti alls ársins.“ Pálmi bendir á að Kaupás, móðurfélag Kjarvals, sé í söluferli um þessar mundir. „Þannig að það er örugglega í bið að menn séu að spá í að stækka verslunina hér,“ segir Pálmi. Það sé hins vegar hans skoðun að ýmissa breytinga sé þörf, til dæmis að flytja búðina í stærra húsnæði. „Það væri örggulega gaman fyrir marga að sjá lagerplássið á sumrin hjá mér."
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent