Reka fé af fjalli á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. ágúst 2013 15:17 "Á öllu landinu er talað um að það hafi farið eitthvað í kringum tíu þúsund fjár," segir Sæþór Gunnsteinsson gangastjóri. Bændur á Norðvesturlandi eru lagðir af stað til fjalla til að smala fé sínu. Þar og á Norðausturlandi ætla menn að sækja fé á afréttum á næstu tveimur til þremur dögum vegna óveðurspár fyrir Norðurland á föstudag og laugardag. Á Norðausturlandi eru menn með varann á vegna óveðursspárinnar enda brenndir af því þegar um tíu þúsund fjár urðu úti í miklum veðurofsa í september í fyrra. Spáin er þó heldur að skána fyrir Norðausturland. Veðurstofan spáir norðanhvelli á Norðurlandi á föstudag og laugardag með töluverðri úrkomu, slagviðri í byggð en snjókomu til fjalla. Þúsundir fjár er enn á fjalli enda áttu göngur ekki að hefjast fyrr en um miðjan næsta mánuð. Nú gerir veðurspáin ráð fyrir versta veðrinu á Norðvesturlandi og þar hafa bændur ákveðið að hefja göngur í fyrramálið. Bjarni Bragason fjallskilastjóri í vestanverðum Skagafirði, eða Staðaafrétt, segir bændur þar eiga um 10 þúsund fjár á fjalli. „Það á að smala allt svæðið nú í vikunni. Við notum miðvikudag og fimtudag til að smala og rétta.,“ segir Bjarni. Það eigi að nást á þessum tveimur dögum. „Já, við náum því á tveimur dögum og komum fé niður í byggð,“ segir hann. Norðaustursvæðið varð mjög illa úti í fyrra. Sæþór Gunnsteinsson gangnastjóri segir að fundað hafi verið með almannavarnadeild og sýslumanni í gærkvöldi um málið. Þótt spáin fyrir svæðið sé heldur betri í dag en í gærkvöldi reikni hann engu að síður með að menn fari af stað í göngur í fyrramálið, enda séu menn á varðbergi eftir árið í fyrra. „Á öllu landinu er talað um að það hafi farið eitthvað í kringum tíu þúsund fjár. Á okkar heiðum fóru eitthvað í kring um eitt þúsund, þ.e.a.s. í Mývatnssveit, Reykjahverfi, Kelduhverfi og Aðaldal,“ segir Sæþór. Menn vilji ekki lenda í því aftur. „Nei, ég held að samfélagið þoli það nú ekki að fá aftur slíkan skell. Þess vegna erum við stressaðir, það er alveg rétt, enda eigum við að vera það,“ segir Sæþór. Sæþór segir ekkert mál að finna mannskap með svo skömmum fyrirvara. Allir séu boðnir og búnir til að hjálpa. Það taki tvo daga að smala afréttina og svo þurfi að reka féð um 18 kílómetra leið niður í dal sem taki heilan dag. „Það sem við vorum hræddir við í gærkvöldi að föstudagurinn yrði slæmur, eins og þetta var dregið upp í gærkvöldi. En hann virðist ætla að verða þolanlegur þannig að við getum verið svolítið rólegir með hann og ættum að hafa hann til smölunar líka,“ segir Sæþór. Nú sé versta spáin fyrir norðvestursvæðið, Húnavatnssýslu og Skagafjörð en vonandi verði veðurofsinn ekki eins slæmur og í fyrra, en allur sé varinn góður. „Já, við erum auðvitað skaðbrenndir af árinu 2012 og viljum ekki lenda í því aftur og gerum það ekki. Við tökum enga sénsa núna,“ segir Sæþór Gunnsteinsson gangnastjóri. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Bændur á Norðvesturlandi eru lagðir af stað til fjalla til að smala fé sínu. Þar og á Norðausturlandi ætla menn að sækja fé á afréttum á næstu tveimur til þremur dögum vegna óveðurspár fyrir Norðurland á föstudag og laugardag. Á Norðausturlandi eru menn með varann á vegna óveðursspárinnar enda brenndir af því þegar um tíu þúsund fjár urðu úti í miklum veðurofsa í september í fyrra. Spáin er þó heldur að skána fyrir Norðausturland. Veðurstofan spáir norðanhvelli á Norðurlandi á föstudag og laugardag með töluverðri úrkomu, slagviðri í byggð en snjókomu til fjalla. Þúsundir fjár er enn á fjalli enda áttu göngur ekki að hefjast fyrr en um miðjan næsta mánuð. Nú gerir veðurspáin ráð fyrir versta veðrinu á Norðvesturlandi og þar hafa bændur ákveðið að hefja göngur í fyrramálið. Bjarni Bragason fjallskilastjóri í vestanverðum Skagafirði, eða Staðaafrétt, segir bændur þar eiga um 10 þúsund fjár á fjalli. „Það á að smala allt svæðið nú í vikunni. Við notum miðvikudag og fimtudag til að smala og rétta.,“ segir Bjarni. Það eigi að nást á þessum tveimur dögum. „Já, við náum því á tveimur dögum og komum fé niður í byggð,“ segir hann. Norðaustursvæðið varð mjög illa úti í fyrra. Sæþór Gunnsteinsson gangnastjóri segir að fundað hafi verið með almannavarnadeild og sýslumanni í gærkvöldi um málið. Þótt spáin fyrir svæðið sé heldur betri í dag en í gærkvöldi reikni hann engu að síður með að menn fari af stað í göngur í fyrramálið, enda séu menn á varðbergi eftir árið í fyrra. „Á öllu landinu er talað um að það hafi farið eitthvað í kringum tíu þúsund fjár. Á okkar heiðum fóru eitthvað í kring um eitt þúsund, þ.e.a.s. í Mývatnssveit, Reykjahverfi, Kelduhverfi og Aðaldal,“ segir Sæþór. Menn vilji ekki lenda í því aftur. „Nei, ég held að samfélagið þoli það nú ekki að fá aftur slíkan skell. Þess vegna erum við stressaðir, það er alveg rétt, enda eigum við að vera það,“ segir Sæþór. Sæþór segir ekkert mál að finna mannskap með svo skömmum fyrirvara. Allir séu boðnir og búnir til að hjálpa. Það taki tvo daga að smala afréttina og svo þurfi að reka féð um 18 kílómetra leið niður í dal sem taki heilan dag. „Það sem við vorum hræddir við í gærkvöldi að föstudagurinn yrði slæmur, eins og þetta var dregið upp í gærkvöldi. En hann virðist ætla að verða þolanlegur þannig að við getum verið svolítið rólegir með hann og ættum að hafa hann til smölunar líka,“ segir Sæþór. Nú sé versta spáin fyrir norðvestursvæðið, Húnavatnssýslu og Skagafjörð en vonandi verði veðurofsinn ekki eins slæmur og í fyrra, en allur sé varinn góður. „Já, við erum auðvitað skaðbrenndir af árinu 2012 og viljum ekki lenda í því aftur og gerum það ekki. Við tökum enga sénsa núna,“ segir Sæþór Gunnsteinsson gangnastjóri.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira