Dramatískir dagar Dagnýjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2013 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á mótinu. Þátttöku Íslands er ekki lokið í Svíþjóð en stelpurnar hafa unnið hug og hjörtu allra landsmanna í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY Dagný Brynjarsdóttir upplifði heldur betur dramatíska daga í Växjö. Á sunnudagskvöldið var hún borin út í rútu og óttast að hún væri ristarbrotin og úr leik á EM. Þremur dögum síðar átti hún frábæran leik og skoraði markið sem kom íslenska landsliðinu í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð. „Það eru ótrúlegar sveiflur hjá henni. Hún átti frábæran leik og var maður leiksins. Mér fannst samt allt liðið okkar vera maður leiksins. Þær eru allar búnar að standa sig eins og hetjur,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Þetta er frábær tilfinning og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var alveg bjartsýn á það að koma aftur til baka eftir meiðslin. Læknarnir og sjúkraþjálfararnir voru ekki alveg eins bjartsýnir en þeir gerðu vel í að koma mér á völlinn í dag. Það er þeim að þakka,“ sagði Dagný, sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. „Þetta var frábær sending frá Hallberu og ég gat ekki gert annað en skorað þar sem enginn var að dekka mig í teignum. Ég held að ég hafi hlaupið frá miðju því það gleymdi sér einhver miðjumaður,“ sagði Dagný og hún er ekki hætt. „Við höfðum allan tímann trú á þessu og kannski var meiri pressa á Hollandi. Við allavega vildum þetta allan tímann meira en þær. Það var mjög ljúft þegar dómarinn flautaði af því þá var takmarkinu náð. Nú er bara að halda áfram og komast í undanúrslitaleikinn,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. „Þetta var geðveikt og ég fagnaði mikið þegar þetta var búið. Síðustu mínúturnar voru samt lengi að líða. Þetta var karaktersigur og við spiluðum taktískt ótrúlega vel í leiknum í 90 mínútur. Við toppuðum á réttum tíma,“ sagði Sigurður Ragnar. Á nokkrum árum hefur hann komið íslenska landsliðinu í hóp bestu liða Evrópu. „Þetta er geðveik stund. Í sögulegu samhengi þá finnst mér þetta okkar besti sigur hjá kvennalandsliðinu. Það er ekki á hverjum degi sem þú leikur úrslitaleik um að komast í átta liða úrslit á EM og það er frábært að leikurinn hafi tekist svona vel hjá okkur. Við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum. Þetta er áfangi og á þessu móti höfum við náð fyrsta stiginu okkar, fyrsta sigrinunm og erum komnar í átta liða úrslit í fyrsta skiptið. Vonandi heldur ævintýrið áfram,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir upplifði heldur betur dramatíska daga í Växjö. Á sunnudagskvöldið var hún borin út í rútu og óttast að hún væri ristarbrotin og úr leik á EM. Þremur dögum síðar átti hún frábæran leik og skoraði markið sem kom íslenska landsliðinu í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð. „Það eru ótrúlegar sveiflur hjá henni. Hún átti frábæran leik og var maður leiksins. Mér fannst samt allt liðið okkar vera maður leiksins. Þær eru allar búnar að standa sig eins og hetjur,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Þetta er frábær tilfinning og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var alveg bjartsýn á það að koma aftur til baka eftir meiðslin. Læknarnir og sjúkraþjálfararnir voru ekki alveg eins bjartsýnir en þeir gerðu vel í að koma mér á völlinn í dag. Það er þeim að þakka,“ sagði Dagný, sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. „Þetta var frábær sending frá Hallberu og ég gat ekki gert annað en skorað þar sem enginn var að dekka mig í teignum. Ég held að ég hafi hlaupið frá miðju því það gleymdi sér einhver miðjumaður,“ sagði Dagný og hún er ekki hætt. „Við höfðum allan tímann trú á þessu og kannski var meiri pressa á Hollandi. Við allavega vildum þetta allan tímann meira en þær. Það var mjög ljúft þegar dómarinn flautaði af því þá var takmarkinu náð. Nú er bara að halda áfram og komast í undanúrslitaleikinn,“ sagði Dagný. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. „Þetta var geðveikt og ég fagnaði mikið þegar þetta var búið. Síðustu mínúturnar voru samt lengi að líða. Þetta var karaktersigur og við spiluðum taktískt ótrúlega vel í leiknum í 90 mínútur. Við toppuðum á réttum tíma,“ sagði Sigurður Ragnar. Á nokkrum árum hefur hann komið íslenska landsliðinu í hóp bestu liða Evrópu. „Þetta er geðveik stund. Í sögulegu samhengi þá finnst mér þetta okkar besti sigur hjá kvennalandsliðinu. Það er ekki á hverjum degi sem þú leikur úrslitaleik um að komast í átta liða úrslit á EM og það er frábært að leikurinn hafi tekist svona vel hjá okkur. Við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum. Þetta er áfangi og á þessu móti höfum við náð fyrsta stiginu okkar, fyrsta sigrinunm og erum komnar í átta liða úrslit í fyrsta skiptið. Vonandi heldur ævintýrið áfram,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira