Umfjöllun um Ólaf fyrir neðan allar hellur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 15:54 Viðtalið við Þorbjörgu birtist í nýjasta hefti Nýs lífs. samsett mynd „Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvaða hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir skemmstu og segir viðtalið persónulega aðför Þorbjargar gegn Ólafi. Umrætt viðtal er við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa og er í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kemur út í dag. Í viðtalinu segist Þorbjörg skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því að gera Ólaf að borgarstjóra á sínum tíma, og fullyrðir hún að borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður hans. „Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs,“ segir Vilhjálmur í yfirlýsingunni og segir það rangt. „Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.“ Í viðtalinu víkur Þorbjörg að samstarfi sínu við Vilhjálm og sakar hann um að hafa fyrst og fremst reynt að tryggja vinsældir sínar í skoðanakönnunum frekar en að hugsa um hópinn sinn. Jafnframt segist hún hafa fundið fyrir því að Vilhjálmur styddi sig ekki, og segir að ef til vill hafi það verið vegna þess að hún hafi verið vinkona Gísla Marteins Baldurssonar, sem hafði verið í prófkjörsslag við Vilhjálm. „Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við.“Yfirlýsing Vilhjálms í heild sinni:Yfirlýsing frá Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni.Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvað hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur. Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs. Það er rangt. Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.Enn heldur hún áfram að fjalla um svokallað REI mál. Í því máli hafa áður komið fram fullyrðingar hennar um að verið væri að afsala auðlindum OR eða selja hluta af eignum OR. Þær fullyrðingar eru rangar. Samkomulagið um stofnun hlutafélags með aðild Reykjavík Energy Invest og annarra félaga gekk út á að færa jarðvarmaverkefni OR erlendis í sérstakt hlutafélag þar sem OR væri meirihlutaeigandi, uþb. 68%, ásamt íslenskum fyrirtækjum sem sinntu svipuðum verkefnum erlendis og takmarka þannig áhættu OR af slíkum verkefnum.Þann tíma sem Þorbjörg vann undir minni stjórn þegar ég var borgarstjóri, treysti ég henni vel til þeirra verkefna sem hún var kjörin í. Á árunum 2006 og 2007 tók hún þátt í ítarlegum hagræðingaraðgerðum sem ég beitti mér fyrir, ekki allar vinsælar, en þær skiluðu sér í bættri afkomu borgarsjóðs á þessum árum. Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við. Samstarf okkar var með ágætum, eins og samstarf mitt við aðra borgarfulltrúa, þótt vissulega hafi borið skugga á það samstarf, sem leiddi til 100 daga meirihlutans í borgarstjórn. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvaða hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir skemmstu og segir viðtalið persónulega aðför Þorbjargar gegn Ólafi. Umrætt viðtal er við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa og er í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kemur út í dag. Í viðtalinu segist Þorbjörg skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því að gera Ólaf að borgarstjóra á sínum tíma, og fullyrðir hún að borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður hans. „Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs,“ segir Vilhjálmur í yfirlýsingunni og segir það rangt. „Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.“ Í viðtalinu víkur Þorbjörg að samstarfi sínu við Vilhjálm og sakar hann um að hafa fyrst og fremst reynt að tryggja vinsældir sínar í skoðanakönnunum frekar en að hugsa um hópinn sinn. Jafnframt segist hún hafa fundið fyrir því að Vilhjálmur styddi sig ekki, og segir að ef til vill hafi það verið vegna þess að hún hafi verið vinkona Gísla Marteins Baldurssonar, sem hafði verið í prófkjörsslag við Vilhjálm. „Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við.“Yfirlýsing Vilhjálms í heild sinni:Yfirlýsing frá Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni.Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvað hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur. Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs. Það er rangt. Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.Enn heldur hún áfram að fjalla um svokallað REI mál. Í því máli hafa áður komið fram fullyrðingar hennar um að verið væri að afsala auðlindum OR eða selja hluta af eignum OR. Þær fullyrðingar eru rangar. Samkomulagið um stofnun hlutafélags með aðild Reykjavík Energy Invest og annarra félaga gekk út á að færa jarðvarmaverkefni OR erlendis í sérstakt hlutafélag þar sem OR væri meirihlutaeigandi, uþb. 68%, ásamt íslenskum fyrirtækjum sem sinntu svipuðum verkefnum erlendis og takmarka þannig áhættu OR af slíkum verkefnum.Þann tíma sem Þorbjörg vann undir minni stjórn þegar ég var borgarstjóri, treysti ég henni vel til þeirra verkefna sem hún var kjörin í. Á árunum 2006 og 2007 tók hún þátt í ítarlegum hagræðingaraðgerðum sem ég beitti mér fyrir, ekki allar vinsælar, en þær skiluðu sér í bættri afkomu borgarsjóðs á þessum árum. Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við. Samstarf okkar var með ágætum, eins og samstarf mitt við aðra borgarfulltrúa, þótt vissulega hafi borið skugga á það samstarf, sem leiddi til 100 daga meirihlutans í borgarstjórn.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira