Enski boltinn

Man. City fær Man. Utd eða Chelsea í bikarnum

Ferguson gæti mætt Mancini í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Ferguson gæti mætt Mancini í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Dregið var í undanúrslit ensku bikarkeppninnar nú rétt áðan. Stórleikur undanúrslitanna verður klárlega viðureign Man. City gegn annað hvort Man. Utd og Chelsea.

United og Chelsea þurfa að mætast á nýjan leik eftir jafnteflið í dag. Ekki liggur fyrir hvenær sá leikur fer fram. Það á eftir að taka ákvörðun um það.

Undanúrslit:

Millwall/Blackburn - Wigan

Man. Utd/Chelsea - Man. City

Leikirnir fara fram á Wembley dagana 13. og 14. apríl.




Tengdar fréttir

Manchester United og Chelsea þurfa að mætast aftur

Manchester United og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli þegar liðin mættust í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Old Trafford í dag. Manchester United var 2-0 yfir í hálfleik.

Mancini vonast eftir Manchester úrslitaleik

Roberto Mancini vonast til þess að Manchester liðin City og United mætist í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í maí. City tryggði sér sæti í undanúrslitum í gær en United mætir Chelsea í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×