Enski boltinn

Manchester United og Chelsea þurfa að mætast aftur

Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli þegar liðin mættust í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Old Trafford í dag. Manchester United var 2-0 yfir í hálfleik.

Manchester United fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Javier Hernandez kom liðinu yfir strax á 5. mínútu. Sex mínútum síðar kom Wayne Rooney liðinu í 2-0 og staðan ekki góð fyrir Rafael Benitez og lærisveina hans í Chelsea.

Edin Hazard kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik og nokkrum mínútum síðar, á 59. mínútu, minnkaði hann muninn í 2-1.

Ramires jafnaði metin á 68. mínútu og þar við sat. Liðin þurfa því að mætast aftur á Stamford Bridge til að knýgja fram sigurvegara í þessu einvígi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×