Stofnanir bjartsýnar á að milljónastyrkir skili sér Sunna Valgerðardóttir skrifar 26. júní 2013 07:00 Eitt af verkefnum Matís snýr að því að skapa verðmæta ferla í kringum þörunga á Reykjanesi og Suðurlandi, meðal annars með því að vinna innihaldsefni í matvæli og Omega-3. mynd/karl Matís á von á 1,5 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu (ESB) í formi IPA-styrkja vegna þriggja verkefna sem stofnunin sótti um á síðasta ári. Verkefnin sem samþykkt voru hlutu fimm hundruð þúsund evrur hvert, sem samsvarar rúmlega 80 milljónum íslenskra króna á verkefni, eða rúmum 240 milljónum alls. Fjármagnið hefur þó ekki skilað sér til stofnunarinnar. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist bjartsýnn á að styrkirnir komi í gegn og ber engan kvíðboga þó að úthlutunin frestist eitthvað. Fréttablaðið greindi frá því í gær að vegna hlés á aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda við ESB væru þessir styrkir, og mun fleiri, í frosti þar sem utanríkisráðuneytið væri nú að fara yfir hvaða verkefni væru beintengd viðræðunum og hver ekki. Þau verkefni sem eru það ekki munu að öllum líkindum fá fjármagnið. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki lægi ljóst fyrir hvenær ráðuneytið lyki þessari greiningu. Framkvæmdastjóri Rannís hefði búist við því að styrkirnir væru búnir að skila sér.Sveinn Margeirsson„Þessi verkefni tengjast ekkert umsóknarferlinu sem slíku heldur hafa þau sterka tengingu við byggðaþróun með því að auka verðmæti á mismunandi stöðum, nýta auðlindir og byggja upp hæfni hjá mannauði,“ segir Sveinn. „Ég hafði ekkert endilega gert ráð fyrir því að fjármagnið skilaði sér fyrr en í haust. En auðvitað þætti mér afar óheppilegt, í ljósi markmiða okkar og uppbyggingar í matvælaiðnaði almennt, ef verkefnin yrðu ekki framkvæmd.“ Þá var samþykkt í fyrra að veita Matís 1,9 milljónir evra, eða rúmar 300 milljónir íslenskra króna, til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem hafa verið innleiddar í gegnum EES. Sveinn segir það verkefni komið af stað en fjármagnið fari einungis í tækjakaup á rannsóknatækjum og samstarf við þýska stofnun um matvælaöryggi, BfR. Því hafi aldrei verið gert ráð fyrir því fjármagni hingað til lands með beinum hætti. Þörungaræktun, uppsjávarfiskur og vistvæn nýsköpunVerkefnin sem Matís fékk styrki fyrir frá ESB eru: 1. Uppbygging þörungagarða á Reykjanesi og Suðurlandi 2. Vöruþróun með uppsjávarfisk á Austfjörðum 3. Vistvæn nýsköpun á Vesturlandi og Vestfjörðum ESB hefur úthlutað 500.000 evrum á hvort verkefni um sig. Veðurstofunni ekki verið sagt að halda sig til hlésVeðurstofan á von á 275 milljónum króna meðal annars til að innleiða lög um stjórn vatnamála og gera hæðalíkan af völdum flóðasvæðum.Veðurstofa Íslands fékk samþykktan 1,7 milljóna evra IPA-styrk, sem samsvarar 275 milljónum króna, í apríl í fyrra vegna verkefnis sem er nú þegar farið af stað. Verkefnið er fjórþætt og snýr að innleiðingu á lögum um stjórn vatnamála sem samþykkt voru á Alþingi árið 2011. Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri hjá Veðurstofunni, hefur ekki miklar áhyggjur af því að styrkurinn skili sér ekki. „Miðað við þær yfirlýsingar sem utanríkisráðuneytið hefur gefið er ég bjartsýnn,“ segir hann. „Það er ekkert enn komið af peningum, en stóran hluta sjáum við ekki neitt þar sem hann fer beint í útboð á vegum ESB og er algjörlega á vegum þess.“ Ingvar segir það rangt mat að fjármagnið sé í frosti hjá ESB. „Það er enginn búinn að segja okkur að halda okkur til hlés, það er bara frekar tímaskortur hjá sambandinu sem veldur því að þetta hefur ekki komist lengra,“ segir hann. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Matís á von á 1,5 milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu (ESB) í formi IPA-styrkja vegna þriggja verkefna sem stofnunin sótti um á síðasta ári. Verkefnin sem samþykkt voru hlutu fimm hundruð þúsund evrur hvert, sem samsvarar rúmlega 80 milljónum íslenskra króna á verkefni, eða rúmum 240 milljónum alls. Fjármagnið hefur þó ekki skilað sér til stofnunarinnar. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist bjartsýnn á að styrkirnir komi í gegn og ber engan kvíðboga þó að úthlutunin frestist eitthvað. Fréttablaðið greindi frá því í gær að vegna hlés á aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda við ESB væru þessir styrkir, og mun fleiri, í frosti þar sem utanríkisráðuneytið væri nú að fara yfir hvaða verkefni væru beintengd viðræðunum og hver ekki. Þau verkefni sem eru það ekki munu að öllum líkindum fá fjármagnið. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki lægi ljóst fyrir hvenær ráðuneytið lyki þessari greiningu. Framkvæmdastjóri Rannís hefði búist við því að styrkirnir væru búnir að skila sér.Sveinn Margeirsson„Þessi verkefni tengjast ekkert umsóknarferlinu sem slíku heldur hafa þau sterka tengingu við byggðaþróun með því að auka verðmæti á mismunandi stöðum, nýta auðlindir og byggja upp hæfni hjá mannauði,“ segir Sveinn. „Ég hafði ekkert endilega gert ráð fyrir því að fjármagnið skilaði sér fyrr en í haust. En auðvitað þætti mér afar óheppilegt, í ljósi markmiða okkar og uppbyggingar í matvælaiðnaði almennt, ef verkefnin yrðu ekki framkvæmd.“ Þá var samþykkt í fyrra að veita Matís 1,9 milljónir evra, eða rúmar 300 milljónir íslenskra króna, til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem hafa verið innleiddar í gegnum EES. Sveinn segir það verkefni komið af stað en fjármagnið fari einungis í tækjakaup á rannsóknatækjum og samstarf við þýska stofnun um matvælaöryggi, BfR. Því hafi aldrei verið gert ráð fyrir því fjármagni hingað til lands með beinum hætti. Þörungaræktun, uppsjávarfiskur og vistvæn nýsköpunVerkefnin sem Matís fékk styrki fyrir frá ESB eru: 1. Uppbygging þörungagarða á Reykjanesi og Suðurlandi 2. Vöruþróun með uppsjávarfisk á Austfjörðum 3. Vistvæn nýsköpun á Vesturlandi og Vestfjörðum ESB hefur úthlutað 500.000 evrum á hvort verkefni um sig. Veðurstofunni ekki verið sagt að halda sig til hlésVeðurstofan á von á 275 milljónum króna meðal annars til að innleiða lög um stjórn vatnamála og gera hæðalíkan af völdum flóðasvæðum.Veðurstofa Íslands fékk samþykktan 1,7 milljóna evra IPA-styrk, sem samsvarar 275 milljónum króna, í apríl í fyrra vegna verkefnis sem er nú þegar farið af stað. Verkefnið er fjórþætt og snýr að innleiðingu á lögum um stjórn vatnamála sem samþykkt voru á Alþingi árið 2011. Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri hjá Veðurstofunni, hefur ekki miklar áhyggjur af því að styrkurinn skili sér ekki. „Miðað við þær yfirlýsingar sem utanríkisráðuneytið hefur gefið er ég bjartsýnn,“ segir hann. „Það er ekkert enn komið af peningum, en stóran hluta sjáum við ekki neitt þar sem hann fer beint í útboð á vegum ESB og er algjörlega á vegum þess.“ Ingvar segir það rangt mat að fjármagnið sé í frosti hjá ESB. „Það er enginn búinn að segja okkur að halda okkur til hlés, það er bara frekar tímaskortur hjá sambandinu sem veldur því að þetta hefur ekki komist lengra,“ segir hann.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira