Óvissa með framtíð unglingaheimilis Hrund Þórsdóttir skrifar 26. júní 2013 19:15 Íbúar í nágrenni húss við Fjóluhvamm í Hafnarfirði kvörtuðu til bæjaryfirvalda yfir atvinnustarfsemi í húsinu, en það er nú leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda. Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar telur starfsemina í ósamræmi við aðalskipulag. Óánægja íbúanna beinist ekki að starfsemi unglingaheimilisins sem slíks, heldur því að eigandi hússins hafi ítrekað getað haldið úti atvinnustarfsemi í íbúðargötu en í húsinu var áður frönsk ferðaskrifstofa sem þeir segja að hafi haft ónæði í för með sér. Þá eru íbúarnir ósáttir við að bæjaryfirvöld hafi ekki kynnt fyrir þeim tilvonandi starfsemi í húsinu, heldur hafi þeir uppgötvað tilvist Vinakots þegar lögregla hafi tekið að venja komur sínar í götuna í tengslum við starfsemina. Íbúarnir vilja að þeirra réttar sé gætt og farið að lögum en segja að verði unglingaheimilið skilgreint þannig að það eigi heima í íbúabyggð muni þeir taka því vel. Í svari skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar við erindi íbúanna kom fram að hann teldi starfsemina í húsinu í ósamræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar. „Jú, það er mín persónulega skoðun sem skipulagsfræðingur að ég tel að þetta sé stofnun. Það er að vísu mikið álitamál og lögfræðingar ekki sammála um það hvort þetta sé stofnun eða íbúðarhúsnæði en sé þetta stofnun eiga þær almennt ekki heima á íbúðasvæðum,“ segir Bjarki Jóhannesson, skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar. Rekstraraðilar Vinakots segja öll tilskilin leyfi til staðar fyrir starfseminni. „ Ja, bærinn hefur ekki gefið nein leyfi fyrir þessu og þetta mun ekki vera starfsleyfisskylt hjá heilbrigðisfulltrúa. Það var haft samband við félagsþjónustuna hér sem setti sig ekki upp á móti þessu en við erum eingöngu að rannsaka þetta út frá lagalegu hliðinni, sem sagt skipulagslögum,“ segir Bjarki. Rekstraraðilar Vinakots vilja leysa málið með nágrönnum sínum og hyggjast halda kynningarfund. Málinu var vísað til lögfræðings en hann er í sumarleyfi og skipulags- og byggingarráð fundar næst í ágúst svo niðurstaða í málinu gæti dregist. Fréttastofa ræddi við eiganda hússins í dag. Hann kveðst ánægður með að hafa getað útvegað Vinakoti húsnæði en segir að húsið fari í hendur nýrra eigenda í haust. Ef Vinakot verður skilgreint sem íbúðarhúsnæði er framtíð þess í húsinu því undir nýjum eigendum komin. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Íbúar í nágrenni húss við Fjóluhvamm í Hafnarfirði kvörtuðu til bæjaryfirvalda yfir atvinnustarfsemi í húsinu, en það er nú leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda. Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar telur starfsemina í ósamræmi við aðalskipulag. Óánægja íbúanna beinist ekki að starfsemi unglingaheimilisins sem slíks, heldur því að eigandi hússins hafi ítrekað getað haldið úti atvinnustarfsemi í íbúðargötu en í húsinu var áður frönsk ferðaskrifstofa sem þeir segja að hafi haft ónæði í för með sér. Þá eru íbúarnir ósáttir við að bæjaryfirvöld hafi ekki kynnt fyrir þeim tilvonandi starfsemi í húsinu, heldur hafi þeir uppgötvað tilvist Vinakots þegar lögregla hafi tekið að venja komur sínar í götuna í tengslum við starfsemina. Íbúarnir vilja að þeirra réttar sé gætt og farið að lögum en segja að verði unglingaheimilið skilgreint þannig að það eigi heima í íbúabyggð muni þeir taka því vel. Í svari skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar við erindi íbúanna kom fram að hann teldi starfsemina í húsinu í ósamræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar. „Jú, það er mín persónulega skoðun sem skipulagsfræðingur að ég tel að þetta sé stofnun. Það er að vísu mikið álitamál og lögfræðingar ekki sammála um það hvort þetta sé stofnun eða íbúðarhúsnæði en sé þetta stofnun eiga þær almennt ekki heima á íbúðasvæðum,“ segir Bjarki Jóhannesson, skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar. Rekstraraðilar Vinakots segja öll tilskilin leyfi til staðar fyrir starfseminni. „ Ja, bærinn hefur ekki gefið nein leyfi fyrir þessu og þetta mun ekki vera starfsleyfisskylt hjá heilbrigðisfulltrúa. Það var haft samband við félagsþjónustuna hér sem setti sig ekki upp á móti þessu en við erum eingöngu að rannsaka þetta út frá lagalegu hliðinni, sem sagt skipulagslögum,“ segir Bjarki. Rekstraraðilar Vinakots vilja leysa málið með nágrönnum sínum og hyggjast halda kynningarfund. Málinu var vísað til lögfræðings en hann er í sumarleyfi og skipulags- og byggingarráð fundar næst í ágúst svo niðurstaða í málinu gæti dregist. Fréttastofa ræddi við eiganda hússins í dag. Hann kveðst ánægður með að hafa getað útvegað Vinakoti húsnæði en segir að húsið fari í hendur nýrra eigenda í haust. Ef Vinakot verður skilgreint sem íbúðarhúsnæði er framtíð þess í húsinu því undir nýjum eigendum komin.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira