Merkel lofaði árangur Íslands Höskuldur Kári Schram í Berlín skrifar 26. júní 2013 13:09 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við íslenska fjölmiðla í Berlín í dag. Myndirnar tók Rut Sigurðardóttir Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira