Merkel lofaði árangur Íslands Höskuldur Kári Schram í Berlín skrifar 26. júní 2013 13:09 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við íslenska fjölmiðla í Berlín í dag. Myndirnar tók Rut Sigurðardóttir Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Sjá meira