Þörf fyrir hagsmunagæslumann barna? Hrund Þórsdóttir skrifar 26. júní 2013 18:45 Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem ákveðið var að tvö börn, 13 og 14 ára gömul, skyldu tekin frá fósturfjölskyldu sinni án þess að tekið væri tillit til vilja barnanna. Í kjölfarið kviknaði umræða um hvort börn ættu ekki að hafa eitthvað að segja um mál sem snertu líf þeirra með afgerandi hætti og jafnvel hafa möguleika á að höfða mál fyrir dómstólum. Á Íslandi er barn sjálft aðili að barnaverndarmáli sem varðar vistun utan heimilis þegar það er orðið 15 ára og sé það ekki samþykkt vistuninni þarf barnaverndarnefnd að úrskurða um hana og barnið hefur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Börn undir 15 ára aldri hafa ekki slíkan rétt en Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir þau þó ekki alveg réttlaus. „Börnum er almennt skipaður talsmaður þegar kemur til álita að vista börn utan heimilis og sjónarmið barnsins eru þannig fengin fram og reynt að ná fram vilja barnsins og afstöðu inn í ákvarðanatökuna,“ segir Heiða. Hún segir að áherslan á rétt barna aukist stöðugt og að í Finnlandi hafi sú leið verið farin að skipa börnum sérstakan hagsmunagæslumann. „Hann hefur það hlutverk að fara yfir málið og gögnin og komast að því hvað hann telur barninu fyrir bestu. Ef ákvörðun barnaverndarnefndar er ekki í samræmi við þá niðurstöðu getur hann fyrir hönd barnsins kært málið til æðri stjórnvalda eða fyrir dóm eftir atvikum.“ Um er að ræða tilraunaverkefni en Heiða segir leiðina hafa reynst vel. Henni þætti eðlilegt að fara sömu leið hérlendis. „Ég held að svona hlutir þurfi alltaf að koma til skoðunar, hvernig við getum tryggt betur réttindi barna við málsmeðferð í málum sem þessum. Þetta er ágæt leið til þess.“ Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem ákveðið var að tvö börn, 13 og 14 ára gömul, skyldu tekin frá fósturfjölskyldu sinni án þess að tekið væri tillit til vilja barnanna. Í kjölfarið kviknaði umræða um hvort börn ættu ekki að hafa eitthvað að segja um mál sem snertu líf þeirra með afgerandi hætti og jafnvel hafa möguleika á að höfða mál fyrir dómstólum. Á Íslandi er barn sjálft aðili að barnaverndarmáli sem varðar vistun utan heimilis þegar það er orðið 15 ára og sé það ekki samþykkt vistuninni þarf barnaverndarnefnd að úrskurða um hana og barnið hefur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Börn undir 15 ára aldri hafa ekki slíkan rétt en Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir þau þó ekki alveg réttlaus. „Börnum er almennt skipaður talsmaður þegar kemur til álita að vista börn utan heimilis og sjónarmið barnsins eru þannig fengin fram og reynt að ná fram vilja barnsins og afstöðu inn í ákvarðanatökuna,“ segir Heiða. Hún segir að áherslan á rétt barna aukist stöðugt og að í Finnlandi hafi sú leið verið farin að skipa börnum sérstakan hagsmunagæslumann. „Hann hefur það hlutverk að fara yfir málið og gögnin og komast að því hvað hann telur barninu fyrir bestu. Ef ákvörðun barnaverndarnefndar er ekki í samræmi við þá niðurstöðu getur hann fyrir hönd barnsins kært málið til æðri stjórnvalda eða fyrir dóm eftir atvikum.“ Um er að ræða tilraunaverkefni en Heiða segir leiðina hafa reynst vel. Henni þætti eðlilegt að fara sömu leið hérlendis. „Ég held að svona hlutir þurfi alltaf að koma til skoðunar, hvernig við getum tryggt betur réttindi barna við málsmeðferð í málum sem þessum. Þetta er ágæt leið til þess.“
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira