Tannlæknakostnaður: "Það munar hundrað þúsund krónum" Hrund Þórsdóttir skrifar 16. ágúst 2013 19:43 Ólöf Birna Kristínardóttir fór með tveggja og hálfs árs dóttur sína, Kristínu Helgu, til tannlæknis þar sem gera þurfti við tvær skemmdir. Einnig stóð til að skorufylla hjá henni og með svæfingu áttu herlegheitin að kosta rúmar hundraðogfimmtíu þúsund krónur. Það fannst Ólöfu dýrt svo hún leitaði álits hjá öðrum tannlækni. „Upphaflega hefði þetta getað verið dýrast 155 þúsund og af því hefði Tryggingastofnun greitt um 45 þúsund svo okkar hlutur hefði verið 110 þúsund. Svo fór þetta niður í 30 þúsund og okkar hlutur í 10 þúsund, þannig að það munar hundrað þúsund krónum,“ segir Ólöf. Það borgaði sig því svo sannarlega að gera samanburð en Ólöf segir það ekki hafa gengið þrautalaust fyrir sig. Fyrst ræddi hún við einn tannlækni sem taldi ekki þörf á eins miklum aðgerðum og sá fyrsti og var því mun ódýrari. „Ég hringdi líka á nokkra staði til að fá samanburðarverð en gat ekki fengið þau nema mæta í skoðun með hana og það er ansi dýrt að þurfa alltaf að borga skoðunargjaldið,“ segir Ólöf. Hjá fyrsta tannlækninum greiddi Ólöf 15 þúsund krónur í skoðunargjald svo hefði hún farið til nokkurra hefði heildarupphæðin, aðeins fyrir skoðun, getað hlaupið á tugum þúsunda. Hún segir mun á verði milli tannlækna ótrúlega mikinn og að sérstaklega sé gagnrýni vert að þeir gefi ekki upp verð símleiðis sé óskað eftir því. „Mér finnst að maður eigi bara að geta borið þetta saman sjálfur heima, það eiga ekkert allir hundraðogfimmtíuþúsund krónur til að fara með barnið til tannlæknis,“ segir hún. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tannlæknum væri uppálagt að hafa verðskrár á sýnilegum stað á biðstofum sínum en að þeim væri ekki gert að gefa upp upplýsingar um verð í gegnum síma. Slíkt gæti verið óábyrgt þar sem ekki væri hægt að meta þörf sjúklinga fyrir þjónustu án þess að hitta þá. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Ólöf Birna Kristínardóttir fór með tveggja og hálfs árs dóttur sína, Kristínu Helgu, til tannlæknis þar sem gera þurfti við tvær skemmdir. Einnig stóð til að skorufylla hjá henni og með svæfingu áttu herlegheitin að kosta rúmar hundraðogfimmtíu þúsund krónur. Það fannst Ólöfu dýrt svo hún leitaði álits hjá öðrum tannlækni. „Upphaflega hefði þetta getað verið dýrast 155 þúsund og af því hefði Tryggingastofnun greitt um 45 þúsund svo okkar hlutur hefði verið 110 þúsund. Svo fór þetta niður í 30 þúsund og okkar hlutur í 10 þúsund, þannig að það munar hundrað þúsund krónum,“ segir Ólöf. Það borgaði sig því svo sannarlega að gera samanburð en Ólöf segir það ekki hafa gengið þrautalaust fyrir sig. Fyrst ræddi hún við einn tannlækni sem taldi ekki þörf á eins miklum aðgerðum og sá fyrsti og var því mun ódýrari. „Ég hringdi líka á nokkra staði til að fá samanburðarverð en gat ekki fengið þau nema mæta í skoðun með hana og það er ansi dýrt að þurfa alltaf að borga skoðunargjaldið,“ segir Ólöf. Hjá fyrsta tannlækninum greiddi Ólöf 15 þúsund krónur í skoðunargjald svo hefði hún farið til nokkurra hefði heildarupphæðin, aðeins fyrir skoðun, getað hlaupið á tugum þúsunda. Hún segir mun á verði milli tannlækna ótrúlega mikinn og að sérstaklega sé gagnrýni vert að þeir gefi ekki upp verð símleiðis sé óskað eftir því. „Mér finnst að maður eigi bara að geta borið þetta saman sjálfur heima, það eiga ekkert allir hundraðogfimmtíuþúsund krónur til að fara með barnið til tannlæknis,“ segir hún. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tannlæknum væri uppálagt að hafa verðskrár á sýnilegum stað á biðstofum sínum en að þeim væri ekki gert að gefa upp upplýsingar um verð í gegnum síma. Slíkt gæti verið óábyrgt þar sem ekki væri hægt að meta þörf sjúklinga fyrir þjónustu án þess að hitta þá.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira