Bjargvættirnir í grasinu Nanna Elísa skrifar 14. júní 2013 12:00 Daníel, Kristján Óli, Ýmir, Benjamín Andri og Arnór Elí eru allir starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Þeim þykir vinnan skemmtileg og munda hrífurnar af miklum krafti. FRETTABLAÐIÐ/ANTON Ungir starfsmenn Vinnuskólans í Reykjavík hófu störf í vikunni. Þessir krakkar mættu glaðbeittir til vinnu í beðin við Árbæjarskóla og stunda garðyrkjustörfin með jákvæðni að leiðarljósi. Fæst þeirra ætla þó að leggja garðyrkjuna fyrir sig en finnst gaman að vinna saman yfir sumartímann. Það eru hressir strákar í vinnuskólanum ,,Þetta er algjör snilld. Maður kvartar helst yfir of háum launum.“ segja dugnaðarforkarnir og grínistarnir Daníel, Kristján Óli, Ýmir, Benjamín Andri og Arnór Elí. ,,Það skemmtilegasta við starfið er leiðbeinandinn okkar hún Togga.“ Að sögn þeirra er mikilvægt að hafa hressan yfirmann í svona starfi. Jákvæðni er lykilorð hópsins og Daníel vill koma því á framfæri að honum þyki sérstaklega gaman að reyta arfa. Vinnuskólinn fylgir grænfánastefnunni Fyrra starfstímabil nemenda hófst nú á mánudag og stendur til mánaðarmóta. Nemendum er yfirleitt raðað í hópa með jafnöldrum sínum úr sama skóla. Vinnuskólinn fylgir grænfánastefnunni en það er alþjóðlegt verkefni sem á að auka umhverfismennt í skólum. Þessi græni fáni er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Til þess að komast á græna grein og fá leyfi til þess að flagga Grænfánanum þurfa skólarnir að stíga skrefin sjö, en það eru ákveðin verkefni sem efla vitund, nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Nemendur í Árbæjarskóla eru duglegir við að fylgja grænfánastefnunni. Þeir fá ekki bílfar í vinnuna heldur hjóla eða ganga, nota fjölnota nestisbox frekar en einnota nestispoka og hvetja yfirmann sinn til þess að gera slíkt hið sama. Þeir gengu raunar svo langt að hóta því að henda eggjum í bíl leiðbeinandans ef hún svikist undan grænfánastefnunni og mætti á honum, en það var allt gert í góðu gamni.Dagný Rut Jónsdóttir og Jóhanna Ósk Guðmundsdóttir ætla að hafa það kósí í sumarFRETTABLADID/ANTONAfgerandi áhrif á fegurð borgarinnar Dagný Rut Jónsdóttir og Jóhanna Ósk Guðmundsdóttir luku við grunnskóla nú í vor. Þær stefna ekki á að leggja fyrir sig garðvinnu í framtíðinni en finnst skemmtilegt að vinna við þetta yfir sumarið. „Það er gaman að vera með öllum krökkunum.“ segja stöllurnar. Þær hafa ekki ákveðið hvað tekur við þegar sumarvinnunni lýkur en Dagný segist vilja ferðast og vera með vinunum. „Ætla bara að hafa það kósí,“ bætir Jóhanna við áður en þær halda tilbaka í moldarbeðin. 62 ár eru síðan Vinnuskóli Reykjavíkur var stofnaður, árið 1951, og hafa þúsundir unglinga starfað á vegum hans. 1.830 unglingar störfuðu síðasta sumar hjá skólanum. Vinnuafl skólans er mikilvægt og hefur afgerandi áhrif við að ná fram markmiðum borgarinnar um að hafa hana hreina og fallega. Ef nemendur Vinnuskólans sinntu ekki þessum störfum þyrfti að bjóða þau út eða að viðkomandi aðilar yrðu að ráða til sín starfsfólk til að sjá um þessi verkefni. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ungir starfsmenn Vinnuskólans í Reykjavík hófu störf í vikunni. Þessir krakkar mættu glaðbeittir til vinnu í beðin við Árbæjarskóla og stunda garðyrkjustörfin með jákvæðni að leiðarljósi. Fæst þeirra ætla þó að leggja garðyrkjuna fyrir sig en finnst gaman að vinna saman yfir sumartímann. Það eru hressir strákar í vinnuskólanum ,,Þetta er algjör snilld. Maður kvartar helst yfir of háum launum.“ segja dugnaðarforkarnir og grínistarnir Daníel, Kristján Óli, Ýmir, Benjamín Andri og Arnór Elí. ,,Það skemmtilegasta við starfið er leiðbeinandinn okkar hún Togga.“ Að sögn þeirra er mikilvægt að hafa hressan yfirmann í svona starfi. Jákvæðni er lykilorð hópsins og Daníel vill koma því á framfæri að honum þyki sérstaklega gaman að reyta arfa. Vinnuskólinn fylgir grænfánastefnunni Fyrra starfstímabil nemenda hófst nú á mánudag og stendur til mánaðarmóta. Nemendum er yfirleitt raðað í hópa með jafnöldrum sínum úr sama skóla. Vinnuskólinn fylgir grænfánastefnunni en það er alþjóðlegt verkefni sem á að auka umhverfismennt í skólum. Þessi græni fáni er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Til þess að komast á græna grein og fá leyfi til þess að flagga Grænfánanum þurfa skólarnir að stíga skrefin sjö, en það eru ákveðin verkefni sem efla vitund, nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Nemendur í Árbæjarskóla eru duglegir við að fylgja grænfánastefnunni. Þeir fá ekki bílfar í vinnuna heldur hjóla eða ganga, nota fjölnota nestisbox frekar en einnota nestispoka og hvetja yfirmann sinn til þess að gera slíkt hið sama. Þeir gengu raunar svo langt að hóta því að henda eggjum í bíl leiðbeinandans ef hún svikist undan grænfánastefnunni og mætti á honum, en það var allt gert í góðu gamni.Dagný Rut Jónsdóttir og Jóhanna Ósk Guðmundsdóttir ætla að hafa það kósí í sumarFRETTABLADID/ANTONAfgerandi áhrif á fegurð borgarinnar Dagný Rut Jónsdóttir og Jóhanna Ósk Guðmundsdóttir luku við grunnskóla nú í vor. Þær stefna ekki á að leggja fyrir sig garðvinnu í framtíðinni en finnst skemmtilegt að vinna við þetta yfir sumarið. „Það er gaman að vera með öllum krökkunum.“ segja stöllurnar. Þær hafa ekki ákveðið hvað tekur við þegar sumarvinnunni lýkur en Dagný segist vilja ferðast og vera með vinunum. „Ætla bara að hafa það kósí,“ bætir Jóhanna við áður en þær halda tilbaka í moldarbeðin. 62 ár eru síðan Vinnuskóli Reykjavíkur var stofnaður, árið 1951, og hafa þúsundir unglinga starfað á vegum hans. 1.830 unglingar störfuðu síðasta sumar hjá skólanum. Vinnuafl skólans er mikilvægt og hefur afgerandi áhrif við að ná fram markmiðum borgarinnar um að hafa hana hreina og fallega. Ef nemendur Vinnuskólans sinntu ekki þessum störfum þyrfti að bjóða þau út eða að viðkomandi aðilar yrðu að ráða til sín starfsfólk til að sjá um þessi verkefni.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira