Fársjúkur á gráu svæði Eva Bjarnadóttir skrifar 5. desember 2013 00:00 Skortur á samstarfi milli kerfa urðu þess valdandi að Sveinn Pálmar Jónsson fékk ekki þjónustu við hæfi. Fjölskylda geðsjúks manns telur að skortur á samstarfi milli heilbrigðis- og velferðarkerfisins hafi leitt til ótímabærs dauða hans. Árið 2010 flutti Sveinn Pálmar Jónsson í íbúð á vegum félagsþjónustu Reykjavíkurborgar við Skúlagötu. Í kjölfar flutninganna veiktist Sveinn Pálmar alvarlega af sjúkdómi sínum og telur fjölskyldan að samskiptaleysi milli geðheilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu borgarinnar hafi orðið til þess að hann tók ekki inn tilskilin lyf við ofsóknargeðklofa. „Sveinn Pálmar sagði okkur að samkvæmt skriflegum samningi vegna íbúðarinnar ætti hann að gefa sig daglega fram við þjónustukjarnann á staðnum, meðal annars til þess að taka inn lyfin sín,“ segir Fjóla Jónsdóttir, systir Sveins Pálmars. Læknir hans stóð í sömu meiningu, en þetta hafi hins vegar ekki gengið eftir. Í byrjun september árið 2012 náði faðir Sveins Pálmars ekki í hann og lýsti áhyggjum af syni sínum við starfsmann íbúakjarnans. Honum var þá tjáð ekki væri hægt að gá að Sveini nema að undangengnum dómsúrskurði. Viku síðar tilkynnti lögreglan fjölskyldunni um andlát Sveins Pálmars og þótti ljóst að hann hefði legið látinn í íbúð sinni í þó nokkurn tíma. Af bankayfirliti hans mátti sjá hvaða stefnu líf hans hafði tekið hálfu ári áður. Frá því í febrúar það ár hafði hann nær eingöngu keypt áfengi og telur fjölskylda hans að áfengisneysla og næringarskortur hafi dregið hann til dauða. „Hann endaði á því að drekka sig í hel á smátíma. Enginn virtist hafa vitað það á þjónustukjarnanum, en nágrannar hans vissu þetta vel,“ segir Fjóla, en Sveinn Pálmar hafði ekki glímt við áfengisvanda áður. Hún bendir á að ef einhver hefði stigið fæti inn fyrir dyr íbúðarinnar hefði þeim hinum sama orðið samstundis ljóst af ástandi hennar hversu veikur Sveinn Pálmar var orðinn. „Á fundum okkar með stjórnendum á geðsviði Landspítalans og félagsþjónustunni hefur komið fram að þau vilja sjá miklu meira samstarf þar á milli, en þau skortir fjármagn,“ segir Fjóla. „Starfsfólkið á geðsviðinu er allt afar elskulegt og leggur sig mikið fram, en þetta kerfi er að mínu mati eins og aftan úr fornöld miðað við allt annað í heilbrigðiskerfinu.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Fjölskylda geðsjúks manns telur að skortur á samstarfi milli heilbrigðis- og velferðarkerfisins hafi leitt til ótímabærs dauða hans. Árið 2010 flutti Sveinn Pálmar Jónsson í íbúð á vegum félagsþjónustu Reykjavíkurborgar við Skúlagötu. Í kjölfar flutninganna veiktist Sveinn Pálmar alvarlega af sjúkdómi sínum og telur fjölskyldan að samskiptaleysi milli geðheilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu borgarinnar hafi orðið til þess að hann tók ekki inn tilskilin lyf við ofsóknargeðklofa. „Sveinn Pálmar sagði okkur að samkvæmt skriflegum samningi vegna íbúðarinnar ætti hann að gefa sig daglega fram við þjónustukjarnann á staðnum, meðal annars til þess að taka inn lyfin sín,“ segir Fjóla Jónsdóttir, systir Sveins Pálmars. Læknir hans stóð í sömu meiningu, en þetta hafi hins vegar ekki gengið eftir. Í byrjun september árið 2012 náði faðir Sveins Pálmars ekki í hann og lýsti áhyggjum af syni sínum við starfsmann íbúakjarnans. Honum var þá tjáð ekki væri hægt að gá að Sveini nema að undangengnum dómsúrskurði. Viku síðar tilkynnti lögreglan fjölskyldunni um andlát Sveins Pálmars og þótti ljóst að hann hefði legið látinn í íbúð sinni í þó nokkurn tíma. Af bankayfirliti hans mátti sjá hvaða stefnu líf hans hafði tekið hálfu ári áður. Frá því í febrúar það ár hafði hann nær eingöngu keypt áfengi og telur fjölskylda hans að áfengisneysla og næringarskortur hafi dregið hann til dauða. „Hann endaði á því að drekka sig í hel á smátíma. Enginn virtist hafa vitað það á þjónustukjarnanum, en nágrannar hans vissu þetta vel,“ segir Fjóla, en Sveinn Pálmar hafði ekki glímt við áfengisvanda áður. Hún bendir á að ef einhver hefði stigið fæti inn fyrir dyr íbúðarinnar hefði þeim hinum sama orðið samstundis ljóst af ástandi hennar hversu veikur Sveinn Pálmar var orðinn. „Á fundum okkar með stjórnendum á geðsviði Landspítalans og félagsþjónustunni hefur komið fram að þau vilja sjá miklu meira samstarf þar á milli, en þau skortir fjármagn,“ segir Fjóla. „Starfsfólkið á geðsviðinu er allt afar elskulegt og leggur sig mikið fram, en þetta kerfi er að mínu mati eins og aftan úr fornöld miðað við allt annað í heilbrigðiskerfinu.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira