Innlent

Þétting byggðar í Reykjavík gæti lækkað útsvarsprósentu

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir
"Mér finnst eðlilegt að það verði reiknað út hver hagnaðurinn er af nýju skipulagi svo það verði hægt að lækka útsvar á borgarbúa, og þeir fái vitneskju um hvenær það gæti orðið,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.



Borgarstjórn samþykkti einróma tillögu sjálfstæðismanna um að það verði kannað hvaða hagræðing er af nýju aðalskipulagi sem kveður á um þéttingu byggðar. „Því var haldið fram að þétting byggðar myndi spara milljarða og mér finnst rétt að borgarbúar njóti þess að fullu en ekki kerfið,“ segir Hildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×