Íslenski boltinn

Ingvar missir af stórleiknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingvar verður fjarri góðu gamni annað kvöld.
Ingvar verður fjarri góðu gamni annað kvöld. Mynd/Stefán
Stjarnan og FH mætast annað kvöld í stórleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Garðabæ.

Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, fékk rautt spjald í 3-2 bikarleiknum gegn Fylki á sunnudag og situr því af sér leikbann annað kvöld.

FH-ingar sitja í 2. sæti deildarinnar með 23 stig en Stjarnan er í því þriðja með 20 stig. Með sigri geta heimamenn því náð FH að stigum en KR situr í toppsæti deildarinnar með 25 stig. FH hefur leikið leik meira en hin liðin.

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 20 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×