Enski boltinn

Lucas: Coutinho er "alvöru" Brasilíumaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho með Liverpool-treyjuna.
Philippe Coutinho með Liverpool-treyjuna. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lucas Leiva, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, er ánægður með að fá landa sinn Philippe Coutinho til félagsins en Liverpool gekk frá kaupunum á þessum 20 ára gamla strák áður en félagsskiptaglugginn lokaði.

Lucas Leiva hrósar Philippe Coutinho og telur hann vera góðan liðstyrk fyrir Liverpool. „Coutinho er mjög hæfileikaríkur leikmaður. Hann er ungur en er samt kominn þegar með mikla reynslu," sagði Lucas Leiva á blaðamannafundi.

„Ég fékk tækifæri til að fylgjast með honum þegar hann kom inn í brasilíska landsliðið fyrir nokkrum árum. Hann er alvöru Brasilíumaður með mikla boltatækni og vill vera með boltann og skora mörk. Hann stóð sig vel hjá á láni hjá Espanyol og ég tel að þarna sé frábær framtíðarmaður fyrir okkur," sagði Lucas Leiva.

„Hann á alveg að geta aðlagast hlutunum hér. Það er allt annar fótbolti spilaður á Ítalíu en hann hefur reynslu af því að spila bæði í ítölsku og spænsku deildinni. Vonandi kemst hann fljótt inn í hlutina hjá okkur og finnur sig hér," sagði Lucas Leiva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×