Enski boltinn

Snjósleðakappinn látinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Caleb Moore, 25 ára Bandaríkjamaður, lést á sjúkrahúsi í morgun eftir að hafa slasast á X Games-leikunum í síðustu viku.

Eins og fjallað var um á Vísi í vikunni féll Moore illa í snjósleðakeppni á leikunum, með þeim afleiðingum að hann var fluttur á sjúkrahús með heilahristing.

Síðar komu í ljós blæðingar í kringum hjarta hans auk þess sem að höfuðmeiðsli hans reyndust alvarlegri en í fyrstu var talið.

Mótshaldarar segjast ætla að endurskoða snjósleðakeppnina með tilliti til öryggis keppenda. Yngri bróðir Caleb, Colten Moore, slasaðist einnig við keppni á leikunum þann sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×