Enski boltinn

Fýlupúkinn má ekki mæta á æfingar fyrr en í næstu viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Odemwingie.
Peter Odemwingie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Peter Odemwingie verður ekki með West Brom á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og hefur verið skipað að sleppa því að mæta á æfingar með liðinu þar til í næstu viku.

Hinn 31 árs gamli Odemwingie reyndi að þvinga fram félagsskipti til Queens Park Rangers á lokadegi félagsskiptagluggans í gær og mætti meðal annars í leyfisleysi á Loftus Road. Hann hefur verið á pressa á það að vera seldur í langan tíma.

Um tíma í gær var að heyra á Peter Odemwingie að það yrði gengið frá kaupum hans seinna um daginn en West Brom vildi ekki selja hann og hann fékk því ekki leyfi til að ræða kaup og kjör við QPR.

„Ég hef fengið nokkra daga frí og kem aftur á æfingar í næstu viku," sagði Peter Odemwingie við blaðamann BBC fyrir utan æfingasvæði West Brom í dag. Hann fundaði áður með forráðamönnum félagsins og gekk sá fundur vel samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu.

„Eftir atburði vikunnar tekur félagið að það sé best fyrir alla aðila að Peter taki ekki þátt í leiknum á sunnudaginn og hann hefur fengið leyfi til að fara heim," sagði í yfirlýsingu frá WBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×