Erlent

Miklar truflanir á flugferðum frá Heathrow vegna óveðurs

Slæmt veður og mikil snjókoma hefur valdið miklum truflunum á flugferðum til og frá Heathrow flugvelli í London.

Það sem af er deginum hefur 100 flugferðum verið aflýst en í gærdag þurfti að aflýsa 400 flugferðum til og frá vellinum vegna veðursins.

Fleiri hundruð manns neyddust til þess að sofa á gólfinu í flugstöðinni á Heathrow í nótt af þessum sökum.

Þetta óveður hefur valdið töluverðum truflunum á samgöngum víða á Bretlandseyjum vegna ísingar og slæms skyggnis á vegum.

Þá þurfti að loka yfir 3.000 skólum í Englandi, Wales og Skotlandi í gær vegna veðursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×