Fótbolti

Alfreð óstöðvandi í Hollandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason Mynd/Gettyimages
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Heerenveen gegn Cambuur á heimavelli. Alfreð hefur verið sjóðandi heitur í upphafi tímabilsins skoraði í dag sitt tíunda mark í aðeins sjö leikjum.

Með markinu hefur Alfreð skorað í öllum leikjum Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni og vekur sífellt meiri athygli. Háværir orðrómar voru um að lið á Englandi, Þýskalandi og Ítalíu væru að horfa til Alfreðs í sumar og er gott gengi hans á þessu tímabili alls ekki að ýta liðum frá.

Með sigrinum fara Heerenveen upp í annað sæti hollensku deildarinnar, jafnir PSV að stigum með 15 stig eftir 8 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×