Innlent

Erill hjá lögreglu í nótt

mynd úr safni
Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en nóttin var nokkuð erilsöm. Sex voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn ökumaður var tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Eitthvað var um slagsmál í miðbænum en engin alvarleg slys urðu á fólki. Þá voru nokkur útköll í heimahús vegna veisluhalda og hávaða sem af því leiddi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×