Fótbolti

Roberto Mancini í viðræðum við Galatasaray

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mancini og Maurice Unal Arıboğan
Mancini og Maurice Unal Arıboğan Twitter síða Galatasaray
Roberto Mancini virðist vera að taka við Galatasaray í Tyrklandi en twitter-síða félagsins birti mynd af Mancini og framkvæmdarstjóra félagsins rétt í þessu.

Mancini sem er fyrrverandi þjálfari Manchester City,Inter, Lazio og Fiorentina er án starfs eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Manchester City í vor.  Þrátt fyrir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina ári áður var árangur hans á síðasta tímabili ekki talinn nægilega góðu

Fatih Terim var rekinn sem knattspyrnustjóri Galatasaray í vikunni og lítur allt út fyrir að Mancini muni taka við. Þetta var þriðja törn Terim með félagið en er einnig landsliðsþjálfari Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×