Í skjóli karlmennskunnar Unnsteinn Manuel Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 00:00 Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun