Í skjóli karlmennskunnar Unnsteinn Manuel Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 00:00 Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun