Í skjóli karlmennskunnar Unnsteinn Manuel Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 00:00 Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á Vestur-Balkanskaga mega konur „ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. Þessar konur kallast þá burrnesha. Fæstar gerast þær þó karlmenn út frá kynferði. Þær eru ekki að fara í kynleiðréttingu, heldur neyðast þær í flestum tilvikum til þess að standa í þessu út frá jafnréttissjónarmiðum. Gegn því skilyrði að þær séu hreinar meyjar til æviloka fá þær öll réttindi sem karlmenn njóta. Karlmenn fá reyndar að njóta þeirra ásamt kynlifi. Burnesha mega kjósa, keyra, drekka, reykja og síðast en ekki síst erfa fjölskyldu sína. Aðrar grípa til þessara ráða til að forðast að vera neyddar í hjónaband. Enn aðrar vilja líka bara njóta þess að geta lifað sem karlmaður - sem er miklu auðveldara líf á þessum slóðum. Í rauninni er líf karlmanna auðveldara líf á allt of mörgum stöðum í heiminum. Við höfum alltaf haft of margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar um hvað kynin mega og hvað ekki. Við karlmenn þurfum ekki að farða okkur, ganga í háhæluðum skóm eða sitja á sérstakan hátt til þess að teljast ekki óvenjulegir. Við megum hegða okkur hvernig sem er. En smátt og smátt er það sem við misskiljum oft sem karlmennska að gera útaf við okkur. Útlitsdýrkun, klám og hópþrýstingur mun kollkeyra okkar yngstu og áhrifagjörnustu menn. Við reynum að ræða tilfinningar okkar sem minnst. Við þurfum alltof oft að „sanna” karlmennsku okkar með misskemmtilegum afleiðingum. Við felum okkur í skjóli karlmennskunnar. Á vissan hátt erum við komin nokkuð langt í jafnréttismálum á Íslandi. Við þurfum samt að gera okkur grein fyrir því að það eru til alvöru vandamál sem eru kynbundin. Kynbundið ofbeldi er staðreynd. Launamunur kynjanna er staðreynd þrátt fyrir að hærra hlutfall menntaðra kvenna sé líka staðreynd. Við höfum ekki enn haft okkur í það að þyngja dóma við kynferðisofbeldi, eða að hækka laun þeirra sem ala upp börnin okkar. Og ekki treystum við konum í stjórnir fyrirtækja. Maður kemst ekki hjá því að sjá mynstur í þessu. Mynstur sem þarf að uppræta því konur eru, eftir allt saman, fimmtíu prósent mannkyns og eiga virðingu skilið, alveg eins og við. -uniDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. 22. júlí 2013 00:01
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar