Kúrinn Nína Salvarar skrifar 21. júlí 2013 14:40 Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. Um er að ræða einhverskonar leik þar sem karlmaðurinn er veiðimaðurinn og konan er bráðin. Ef bráðin er of auðveld missir veiðimaðurinn áhugann á leiknum og fer að eltast við erfiðari bráð. Að vísu skapar þetta óljósar línur, þar sem þetta leiðir af sér þá hugmynd að nei þýði nei, nema þegar gengið sé á eftir því og þá breytist það stundum í já. Og þá verður sigurinn sætari. Konur sem eru of snöggar til að segja já, eða bregða sér jafnvel sjálfar í hlutverk veiðimannsins, lenda stundum í þeim fúla pytti að vera kallaðar druslur. Hvernig skuli skilgreina svona druslu er á reiki, en það er nokkuð víst að samkvæmt skilgreiningunni er það að vera drusla í öllu falli ekki eftirsóknarvert. Druslan er ódýr, hana skortir sjálfsvirðingu og enginn vill hana lengur en eina nótt. Þar af leiðandi getum við gefið okkur að samkvæmt því sé druslan slæm vegna þess að karlmaður vill hana ekki. Hvað hún sjálf vill er ekki hluti af orðræðunni í þessu tilfelli. Druslan er nefnilega viljalaus. Þrátt fyrir ártalið og yfirlýsingar úr öllum áttum um að jafnrétti sé náð, búum við þrátt fyrir allt í samfélagi þar sem konum er hampað fyrir útlit umfram getu, hæfileika og persónu. „Ljót kona“ er alltaf annars flokks þegn, á hátt sem „ljótur karlmaður“ er aldrei. Þó að þetta sé ekki tilfellið í öllum kimum samfélagsins er það sá kúltúr sem er mest áberandi sem elur einna helst á þessum hugmyndum. Já, ég er að tala um fjölmiðlamenningu. Þar sem þetta er prentað má örugglega finna dæmi um auglýsingar sem ýta undir einmitt þessar hugmyndir. Þetta leiðir af sér að samkeppnisumhverfi skapast meðal kvenna; keppni í þokka og getu til að þóknast. En afhverju hoppum við ekki af vagninum og gefum skít í þetta alltsaman? Vinsælir sjónvarpsþættir segja meðal annars frá ungri og fallegri Drekadrottningu sem gengur á milli þrælaborga og frelsar borgarbúa með þeim orðum að vilji þeir frelsi séu þeir frjálsir, en vilji þeir berjast með frelsara sínum megi þeir ganga til liðs við her Drekadrottningarinnar „sem frjálsir menn“. Undir áhrifamikilli kvikmyndatónlist rífa þeir sig úr hlekkjunum og fylgja drottningunni í hamingjuvímu. Auðvitað. Einn fyrir alla. Þeir hafa val og breyta rétt. Nema, að þarna er valið falskt. Þeir hafa verið þrælar allt sitt líf, eru ómenntaðir og hafa ekkert á milli handanna. Allt og allir sem þeir þekkja er hluti af samfélagi þrælsins. Að hafa val um útskúfun er ekki raunverulegt val. Við lærum þetta ungar, við sýkjumst af vitleysunni, og eyðum ævinni í að beita hugrænni atferlismeðferð á okkur sjálfar; við reynum að berja úr okkur hugmyndina um að innrætið, menntunin og það sem við gerum og segjum sé meira til marks um virði okkar og persónu en hrukkurnar sem myndast á enninu og slitin sem mynduðust á meðgöngunni. Á meðan samfélagið mótmælir hástöfum. Og þá er kannski við hæfi að reyna að greina hversvegna í ósköpunum samfélagið mótmælir. Er þetta konunum sjálfum að kenna, eða eru það karlmennirnir sem eru að krefja konur um fullkomið útlit? Ég held ekki. Ég þekki ekki þann karlmann sem gerir þá kröfu til kvenna um að þær líti út eins og þær séu úr plasti, hárlausar og hrukkulausar eins og uppblásin blaðra í barnaafmæli. Kannski liggur svarið í þeirri staðreynd að ekki er til hlýðnari neytandi en óhamingjusöm kona. Kona sem trúir því að allt sé að henni, og ber með sér vonina að hún muni mögulega einhverntíman fá frið fyrir sjálfri sér og sínum innri útlitsfasista, er kona sem er tilbúin að kaupa allt. Þessar hugmyndir eru eins og þrálát sýking sem versnar þegar hún fær að grassera í friði. Einn versti óvinur jafnréttis er sú hugmynd að jafnrétti sé náð. Vegna þess að óháð því hvort að við náum einhverntíman þeim stað (og undirrituð telur okkur eiga dálítið langt í land) þá er hættulegt að slaka á. Rétt eins og maður hættir ekki á sýklalyfjunum á öðrum degi, þó að manni sé farið að líða betur. Maður þarf að klára kúrinn. Og ég held að samfélagið okkar sé ekki einusinni ennþá farið út í apótek.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. Um er að ræða einhverskonar leik þar sem karlmaðurinn er veiðimaðurinn og konan er bráðin. Ef bráðin er of auðveld missir veiðimaðurinn áhugann á leiknum og fer að eltast við erfiðari bráð. Að vísu skapar þetta óljósar línur, þar sem þetta leiðir af sér þá hugmynd að nei þýði nei, nema þegar gengið sé á eftir því og þá breytist það stundum í já. Og þá verður sigurinn sætari. Konur sem eru of snöggar til að segja já, eða bregða sér jafnvel sjálfar í hlutverk veiðimannsins, lenda stundum í þeim fúla pytti að vera kallaðar druslur. Hvernig skuli skilgreina svona druslu er á reiki, en það er nokkuð víst að samkvæmt skilgreiningunni er það að vera drusla í öllu falli ekki eftirsóknarvert. Druslan er ódýr, hana skortir sjálfsvirðingu og enginn vill hana lengur en eina nótt. Þar af leiðandi getum við gefið okkur að samkvæmt því sé druslan slæm vegna þess að karlmaður vill hana ekki. Hvað hún sjálf vill er ekki hluti af orðræðunni í þessu tilfelli. Druslan er nefnilega viljalaus. Þrátt fyrir ártalið og yfirlýsingar úr öllum áttum um að jafnrétti sé náð, búum við þrátt fyrir allt í samfélagi þar sem konum er hampað fyrir útlit umfram getu, hæfileika og persónu. „Ljót kona“ er alltaf annars flokks þegn, á hátt sem „ljótur karlmaður“ er aldrei. Þó að þetta sé ekki tilfellið í öllum kimum samfélagsins er það sá kúltúr sem er mest áberandi sem elur einna helst á þessum hugmyndum. Já, ég er að tala um fjölmiðlamenningu. Þar sem þetta er prentað má örugglega finna dæmi um auglýsingar sem ýta undir einmitt þessar hugmyndir. Þetta leiðir af sér að samkeppnisumhverfi skapast meðal kvenna; keppni í þokka og getu til að þóknast. En afhverju hoppum við ekki af vagninum og gefum skít í þetta alltsaman? Vinsælir sjónvarpsþættir segja meðal annars frá ungri og fallegri Drekadrottningu sem gengur á milli þrælaborga og frelsar borgarbúa með þeim orðum að vilji þeir frelsi séu þeir frjálsir, en vilji þeir berjast með frelsara sínum megi þeir ganga til liðs við her Drekadrottningarinnar „sem frjálsir menn“. Undir áhrifamikilli kvikmyndatónlist rífa þeir sig úr hlekkjunum og fylgja drottningunni í hamingjuvímu. Auðvitað. Einn fyrir alla. Þeir hafa val og breyta rétt. Nema, að þarna er valið falskt. Þeir hafa verið þrælar allt sitt líf, eru ómenntaðir og hafa ekkert á milli handanna. Allt og allir sem þeir þekkja er hluti af samfélagi þrælsins. Að hafa val um útskúfun er ekki raunverulegt val. Við lærum þetta ungar, við sýkjumst af vitleysunni, og eyðum ævinni í að beita hugrænni atferlismeðferð á okkur sjálfar; við reynum að berja úr okkur hugmyndina um að innrætið, menntunin og það sem við gerum og segjum sé meira til marks um virði okkar og persónu en hrukkurnar sem myndast á enninu og slitin sem mynduðust á meðgöngunni. Á meðan samfélagið mótmælir hástöfum. Og þá er kannski við hæfi að reyna að greina hversvegna í ósköpunum samfélagið mótmælir. Er þetta konunum sjálfum að kenna, eða eru það karlmennirnir sem eru að krefja konur um fullkomið útlit? Ég held ekki. Ég þekki ekki þann karlmann sem gerir þá kröfu til kvenna um að þær líti út eins og þær séu úr plasti, hárlausar og hrukkulausar eins og uppblásin blaðra í barnaafmæli. Kannski liggur svarið í þeirri staðreynd að ekki er til hlýðnari neytandi en óhamingjusöm kona. Kona sem trúir því að allt sé að henni, og ber með sér vonina að hún muni mögulega einhverntíman fá frið fyrir sjálfri sér og sínum innri útlitsfasista, er kona sem er tilbúin að kaupa allt. Þessar hugmyndir eru eins og þrálát sýking sem versnar þegar hún fær að grassera í friði. Einn versti óvinur jafnréttis er sú hugmynd að jafnrétti sé náð. Vegna þess að óháð því hvort að við náum einhverntíman þeim stað (og undirrituð telur okkur eiga dálítið langt í land) þá er hættulegt að slaka á. Rétt eins og maður hættir ekki á sýklalyfjunum á öðrum degi, þó að manni sé farið að líða betur. Maður þarf að klára kúrinn. Og ég held að samfélagið okkar sé ekki einusinni ennþá farið út í apótek.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun