Enski boltinn

Skoraði með fyrstu snertingunni í fyrsta leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Campbell í landsleik.
Campbell í landsleik. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff styrktu stöðu sína enn fremur á toppi ensku B-deildarinnar með sigri á Leeds í dag.

Frazier Campbell skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu en hann hafði komið inn á sem varamaður þremur mínútum áður. Campbell skoraði reyndar með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Campbell með Cardiff eftir að hann var keyptur frá Sunderland í síðustu viku.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff og spilaði allan leikinn. Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu.

Cardiff er með tíu stiga forystu á toppi ensku B-deildarinnar en þetta var fimmti sigur liðsins á útivelli í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×