Fótbolti

Eyjólfur fékk dæmda á sig vítaspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
SönderjyskE fékk þrjú mikilvæg stig í botnbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið hafði betur gegn Esbjerg, 3-1, í Íslendingaslag í dag.

Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE en sá fyrrnefndi fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Staðan var þá 1-0 en Esbjerg náði að jafna metin úr spyrnunni. Það kom ekki að sök því SönderjyskE skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði sér sigur.

Arnór Smárason kom inn á sem varamaður á 85. mínútu í liði Esbjerg sem er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig.

SönderjyskE komst úr fallsæti með sigrinum en liðið er í tíunda og þriðja neðsta sæti með 27 stig. Bröndby og AC Horsens eru einnig með 27 stig en Silkeborg er neðst með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×