Frægir hrifnir af WeWood úrunum Kjartan Atli skrifar 15. desember 2013 13:00 Svava Halldórsdóttir eigandi netverslunarinnar. Svava Halldórsdóttir hefur opnað nýja netverslun, Brother&Sister.is, sem selur einstök viðarúr. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvernd og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. „Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr. Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trésins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úranna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði. Úrin hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa stjörnur á borð við Paris Hilton og Colin Firth sést með þau. „Við opnuðum um síðustu viku og viðtökurnar voru rosalega góðar. Við erum langt komin með að klára fyrstu pöntunina og það lítur út fyrir að við þurfum að panta aftur fyrir jólin, sem kemur okkur ánægjulega á óvart,“ segir Svava. Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“ Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“Fræga fólkið hefur verið mjög hrifið af úrunum frá WeWood. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Svava Halldórsdóttir hefur opnað nýja netverslun, Brother&Sister.is, sem selur einstök viðarúr. Verslunin leggur áherslu á umhverfisvernd og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. „Við erum í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem gróðursetur tré fyrir okkur í nafni verslunarinnar fyrir hvert selt úr. Úrunum fylgir GPS-netkóði sem vísar viðskiptavinum á staðsetningu trésins sem gróðursett hefur verið fyrir nýja úrið. Framleiðandur WeWood-úranna í Bandaríkjunum gróðursetja einnig eitt tré fyrir hverja sölu,“ segir Svava glöð í bragði. Úrin hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa stjörnur á borð við Paris Hilton og Colin Firth sést með þau. „Við opnuðum um síðustu viku og viðtökurnar voru rosalega góðar. Við erum langt komin með að klára fyrstu pöntunina og það lítur út fyrir að við þurfum að panta aftur fyrir jólin, sem kemur okkur ánægjulega á óvart,“ segir Svava. Árstíðirnar setja svip sinn á úrin og engin tvö eru nákvæmlega eins á litinn. „Það er mismunandi litur á viðnum og fer hann eftir því á hvaða árstíð viðurinn var nýttur í úrasmíði. Úrin koma í endurnýttum umbúðum og allt kynningarefnið og nafnspjöldin okkar eru einnig prentuð á endurnýttan pappír.“ Í netversluninni brotherandsister.is fást að auki skartgripir frá spænska fyrirtækinu Depeapa. „Hönnuður fyrirtækisins gerir allt sjálfur, endurnýtir tré í gerð skartgripa og fallegra hluta fyrir heimilið.“Fræga fólkið hefur verið mjög hrifið af úrunum frá WeWood.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira