Leikstjóri í eigin Meistaradeildardraumi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2013 06:45 Luis Suárez vill umfram allt fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni. Í haust hélt hann að eina leiðin til þess væri að komast frá Liverpool og því pressaði hann á það að komast til Arsenal. Í dag er hins vegar allt annar tónn í Úrúgvæmanninum sem er að springa úr sjálfstrausti eftir frábærar vikur á Anifield. Nú ætlar Suárez bara að skjóta Liverpool sjálfur inn í Meistaradeildina og hver getur efast um að það verði að veruleika miðað við frammistöðu hans á móti Norwich á miðvikudagskvöldið. „Hann er virkilega ánægður hjá okkur og er að spila brosandi og af eldmóði. Liverpool er félag sem hentar honum fullkomlega. Stuðningsmennirnir dýrka hann og tengslin á milli þeirra og Luis eru greinileg,“ sagði Brendan Rodgers við blaðamenn eftir leikinn á miðvikudagskvöldið. Rodgers er á því að leikstíll Liverpool-liðsins gefi Luis Suárez tækifæri til að sýna sitt besta.“ Luis Suárez er einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem handhafi Gullbolta FIFA en Liverpool-framherjinn á þó reyndar ekki mikla möguleika þrátt fyrir magnaðan endasprett. Brendan Rodgers setur hann þó í flokk með þeim bestu. „Hann á skilið að vera nefndur í sömu setningu og Messi og Ronaldo. Þeir tveir hafa verið í sérflokki í nokkur ár en Luis er bara 26 ára gamall og er enn að bæta sinn leik,“ sagði Rodgers. „Fótboltinn hérna hentar honum. Við reynum að spila þannig að hann fái frelsi til að hreyfa sig á vellinum og reynum að búa til svæði sem hann getur nýtt sér. Ég held að Suárez eigi eftir að eiga sín bestu ár hjá Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers. Hrósið kom úr öllum áttum eftir afgreiðslurnar fjórar á móti Norwich. „Allt við hann segir heimsklassi. Ef við skoðum bestu knattspyrnumenn í heimi þá eru þeir með magnaða tölfræði. Suárez er í þeim gæðaflokki í dag. Hann hefur átt yndislega endurkomu inn í liðið og það er ótrúlegt að hann sé búinn að skora svona mörg mörk miðað við að hafa misst af fimm fyrstu leikjunum,“ sagði Brendan Rodgers. Luis Suárez hefur með beinum hætti átt þátt í 17 af 25 mörkum Liverpool síðan hann kom aftur úr leikbanninu og hér fyrir neðan má sjá í hvaða leikjum hann skoraði þessi þrettán mörk og gaf þessar fjórar stoðsendingar. Liverpool situr eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þar hefur Liverpool ekki spilað síðan í riðlakeppninni tímabilið 2009-2010 en Suárez hefur spilað á Anfield síðan í ársbyrjun 2011. „Ég tel að við getum náð okkar markmiðum. Mitt starf er að hjálpa liðinu að verða betra, skora mörk og sjá til þess að liðið vinni leiki og haldi sér eins ofarlega í töflunni og hægt er,“ sagði Luis Suárez í viðtali við spænska blaðið Marca. „Ég er ánægður með að spila í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild í heimi. Ég er sáttur hérna og vil vera hérna áfram. Ég veit ekki hvort við eigum möguleika á því að keppa um titilinn en við ætlum okkur að vera ofarlega,“ bætti Suárez við og það fer ekkert á milli mála að Meistaradeildarsætið er aðalmarkmið hans og félaga hans í Liverpool-liðinu.1. Luis Suárez, Liverpool9 leikir / 13 mörk. Meðaltal: 1,44 Með hægri: 6 Með vinstri: 2 Með skalla: 2 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 12. Cristiano Ronaldo, Real Madrid14/17 1,21 Með hægri: 8 Með vinstri: 1 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 5 Með langskotum: 03. Alfreð Finnbogason, Heerenveen12/14 1,17 Með hægri: 7 Með vinstri: 3 Með skalla: 0 Úr aukaspyrnum: 0 Úr vítaspyrnum: 4 Með langskotum: 04. Diego Costa, Atletico Madrid14/15 1,07Með hægri: 9 Með vinstri: 3 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 0 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Luis Suárez vill umfram allt fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni. Í haust hélt hann að eina leiðin til þess væri að komast frá Liverpool og því pressaði hann á það að komast til Arsenal. Í dag er hins vegar allt annar tónn í Úrúgvæmanninum sem er að springa úr sjálfstrausti eftir frábærar vikur á Anifield. Nú ætlar Suárez bara að skjóta Liverpool sjálfur inn í Meistaradeildina og hver getur efast um að það verði að veruleika miðað við frammistöðu hans á móti Norwich á miðvikudagskvöldið. „Hann er virkilega ánægður hjá okkur og er að spila brosandi og af eldmóði. Liverpool er félag sem hentar honum fullkomlega. Stuðningsmennirnir dýrka hann og tengslin á milli þeirra og Luis eru greinileg,“ sagði Brendan Rodgers við blaðamenn eftir leikinn á miðvikudagskvöldið. Rodgers er á því að leikstíll Liverpool-liðsins gefi Luis Suárez tækifæri til að sýna sitt besta.“ Luis Suárez er einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem handhafi Gullbolta FIFA en Liverpool-framherjinn á þó reyndar ekki mikla möguleika þrátt fyrir magnaðan endasprett. Brendan Rodgers setur hann þó í flokk með þeim bestu. „Hann á skilið að vera nefndur í sömu setningu og Messi og Ronaldo. Þeir tveir hafa verið í sérflokki í nokkur ár en Luis er bara 26 ára gamall og er enn að bæta sinn leik,“ sagði Rodgers. „Fótboltinn hérna hentar honum. Við reynum að spila þannig að hann fái frelsi til að hreyfa sig á vellinum og reynum að búa til svæði sem hann getur nýtt sér. Ég held að Suárez eigi eftir að eiga sín bestu ár hjá Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers. Hrósið kom úr öllum áttum eftir afgreiðslurnar fjórar á móti Norwich. „Allt við hann segir heimsklassi. Ef við skoðum bestu knattspyrnumenn í heimi þá eru þeir með magnaða tölfræði. Suárez er í þeim gæðaflokki í dag. Hann hefur átt yndislega endurkomu inn í liðið og það er ótrúlegt að hann sé búinn að skora svona mörg mörk miðað við að hafa misst af fimm fyrstu leikjunum,“ sagði Brendan Rodgers. Luis Suárez hefur með beinum hætti átt þátt í 17 af 25 mörkum Liverpool síðan hann kom aftur úr leikbanninu og hér fyrir neðan má sjá í hvaða leikjum hann skoraði þessi þrettán mörk og gaf þessar fjórar stoðsendingar. Liverpool situr eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þar hefur Liverpool ekki spilað síðan í riðlakeppninni tímabilið 2009-2010 en Suárez hefur spilað á Anfield síðan í ársbyrjun 2011. „Ég tel að við getum náð okkar markmiðum. Mitt starf er að hjálpa liðinu að verða betra, skora mörk og sjá til þess að liðið vinni leiki og haldi sér eins ofarlega í töflunni og hægt er,“ sagði Luis Suárez í viðtali við spænska blaðið Marca. „Ég er ánægður með að spila í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild í heimi. Ég er sáttur hérna og vil vera hérna áfram. Ég veit ekki hvort við eigum möguleika á því að keppa um titilinn en við ætlum okkur að vera ofarlega,“ bætti Suárez við og það fer ekkert á milli mála að Meistaradeildarsætið er aðalmarkmið hans og félaga hans í Liverpool-liðinu.1. Luis Suárez, Liverpool9 leikir / 13 mörk. Meðaltal: 1,44 Með hægri: 6 Með vinstri: 2 Með skalla: 2 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 12. Cristiano Ronaldo, Real Madrid14/17 1,21 Með hægri: 8 Með vinstri: 1 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 5 Með langskotum: 03. Alfreð Finnbogason, Heerenveen12/14 1,17 Með hægri: 7 Með vinstri: 3 Með skalla: 0 Úr aukaspyrnum: 0 Úr vítaspyrnum: 4 Með langskotum: 04. Diego Costa, Atletico Madrid14/15 1,07Með hægri: 9 Með vinstri: 3 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 0
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira