Hugmyndasvampurinn í jólaskapi Marín Manda skrifar 7. desember 2013 13:00 Guðrún Hjörleifsdóttir „Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira