Hlýleg vin í hörðu borgarumhverfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 00:00 "Allir hagnast á vistvænum hugsunarhætti, rekstaraðilar, vinnandi fólk og ekki síst framtíðin,“ segir Anna Sigríður. Fréttablaðið/Vilhelm Það hefur alltaf verið keppikefli okkar á VA arkitektum að gera byggingar góðar fyrir manneskjur og tillitssamar við umhverfi sitt og náttúru. Nú eru bara komin ákveðin orð yfir þá stefnu: sjálfbært og vistvænt.“ Þetta segir Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arkitekt hjá VA arkitektum. Hún og félagar hennar á stofunni, í samvinnu við Landmótun og Verkís, sigruðu í samkeppni Nordic Built um vistvæna endurhönnun á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Aðalhugmyndafræði í tillögu þeirra er að skapa atvinnusvæði þar sem lögð er áhersla á náttúruleg gæði sem stuðla að aukinni vellíðan fólks sem þar starfar.Íslensk náttúruöfl í borginni „Þetta var tveggja þrepa keppni. Átján tillögur bárust í fyrri hlutann, víða að úr heiminum. Fjórar þeirra voru valdar úr og við áttum eina þeirra sem við nefndum Grænhöfða. Við unnum áfram með hana og stóðum uppi sem sigurvegarar,“ segir Anna Sigríður og er ekki í vafa um að staðþekking hafi haft þar sitt að segja. „Í vistvænum arkitektúr leggja aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn ofuráherslu á orku- og vatnssparnað af illri nauðsyn. Víða er notað rigningarvatn af þökum í klósettin en ekki neysluvatn eins og hér. Við búum við gnægð vatns og vistvæna, ódýra orku ennþá og því höfum við tækifæri til að sinna öðrum atriðum betur, eins og að skapa heilsusamlegt umhverfi. Það hefur keðjuverkandi áhrif á samfélagsreksturinn, veikindadögum fækkar, kostnaður við heilbrigðisþjónustu lækkar, afköst aukast og arðsemi fyrirtækja batnar.“ Anna Sigríður telur að þó við Íslendingar séum með tiltölulega hreint loft og ódýra raforku getum við ekki umgengist efnivið og fjármuni eins og alltaf sé nóg til. Til dæmis þurfi að endurnýta orku eins og unnt er og draga úr umferð bíla, bæði vegna mengunar og kostnaðar. Hún segir nauðsynlegt að vinna með íslensk náttúruöfl í borginni og skapa eftirsóknarvert umhverfi. Gera gangandi fólki hærra undir höfði en hingað til hefur verið gert, þannig að við getum öll ferðast um á þægilegan máta, hvort sem við erum akandi, gangandi eða hjólandi. Með því að taka tillit til íslensks veðurfars og loftslags og vinna úr því á vistvænan hátt sé markvist dregið úr viðhalds- og rekstrarkostnaði bygginga. Einnig verði að huga að förgunarkostnaði. „Við tökum þátt í alþjóðasamfélagi og verðum að tryggja að auðvelt sé að endurnýta efni sem við flytjum inn í landið og farga þeim á vistvænan máta,“ tekur hún fram.Meira og meira gaman Þá snúum við okkur aftur að Höfðabakka 9. Anna Sigríður segir það hafa verið frábæra áskorun að fá að gera tillögu að endurnýjun svæðisins á vistvænan hátt. En eru ekki alls konar efni í aðalbyggingunni skaðleg umhverfinu ef út í það er farið? „Eflaust en það er heldur ekki vistvænt að rífa niður það sem þegar er komið enda er það ekki markmiðið,“ svarar hún og segir augljóst að meðal stórra verkefna arkitekta í framtíðinni verði að endurhanna byggingar sem búið er að reisa og annaðhvort eru komnar á viðhaldstíma eða þurfa að fá nýjan tilgang. Það verði að gerast á umhverfisvænan máta. Höfuðáherslan var á stóru bogabygginguna á Höfðabakka 9 í fyrri hluta samkeppninnar, að sögn Önnu Sigríðar en í framhaldinu var farið að skoða stóra samhengið. „Þá fengum við Landmótun, landslagsarkitekta til aðstoðar við hönnun lóðarinnar og verkefnið óx í höndunum á okkur, alltaf varð meira og meira gaman og við sáum fleiri og meira spennandi möguleika á hönnun í vistvænum anda,“ lýsir hún. Bogabyggingin er há og oft rok inni í kringlunni. „Við Íslendingar þurfum alltaf að taka tillit til þess að hér er vindasamt og háar byggingar mynda sterka hvirfla. Því gerum við ráð fyrir nýrri byggingu á tveimur hæðum sem bæði verður inngangur og dregur úr vindsveipum. Á neðri hæð yrði sameiginleg matsala fyrir allt svæðið og á þeirri efri vinnuaðstaða fyrir smærri hópa, svipuð og í háskólabyggingum. Einnig er lagt til að bæta tveimur léttbyggðum hæðum ofan á bogabygginguna með þakgörðum sem gefa útsýni og aðgengi að grænum svæðum og kost á samveru fyrir starfsfólk. Til viðbótar setjum við minni viðbyggingar ofan á lágu bygginguna á móti, til að brjóta upp langar línur hennar og skapa samhengi við stóru bygginguna,“ útskýrir hún og bætir við: „Almenningssvæði innan- og utandyra og tengsl við gróður hafa jákvæð áhrif á vinnuumhverfi og vellíðan notendanna.“Gróðurreitir og þakgarðar Bílastæði eiga að verða undir hluta af planinu sem nú er og einnig verður bílastæðum komið fyrir inni í brekkunni á bak við lágu bygginguna. „Lóðin vinnur með okkur að þessu leyti,“ segir Anna Sigríður. „En það er möguleiki að leggja bílum ofanjarðar fyrir stuttar heimsóknir. Það er ekki verið að banna bíla,“ tekur hún fram. Ný vinkilbygging er teiknuð á lóðina. Hún myndar skjól bæði fyrir vindi og umferðarhljóði. Góðar almenningssamgöngur eru á Höfðabakka 9 og gert er ráð fyrir hjólaskýlum á nokkrum stöðum. Anna Sigríður nefnir að ætla megi að á svona stórum vinnustað sé auðvelt að reka litla bílaleigu, slíkt þekkist erlendis. „Þá kemur fólk í strætó eða á hjóli en getur alltaf nálgast bíl á staðnum til að fara sínar sendiferðir eða á fundi,“ útskýrir hún. Græn belti umhverfis byggingarnar eru þegar komin að hluta til en VA arkitektar vilja hafa lóðina þannig að hún nýtist meira til útivistar. Meira að segja er gert þar ráð fyrir matjurtarækt. „Það verða gróðurhús, runnar, tré og þakgarðar. Því meira grænt, því minni koltvísýringur í andrúmsloftinu,“ bendir Anna Sigríður á. „Við ætlum að nota affallsvatn af götunni til vökvunar gróðurs. Einnig verða litlar tjarnir á fjölnota torgi framan við aðalbygginguna sem kemur til með að verða samkomustaður svæðisins og mætti jafnvel nýta það sem markaðstorg um helgar.“ Utan á bogabyggingunni er gert ráð fyrir skermi úr trefjagleri, festum er á steypta bita sem eru fyrir á byggingunni. Það er gert í margþættum tilgangi, að sögn Önnu Sigríðar. „Trefjaglerið brýtur sólarljósið þannig að sterkir geislar þess ná ekki inn og glampa á skjái, heldur verður hægt að nota dagsbirtuna og spara rafljósin. Einnig getum við verið með opna glugga í nánast hvaða veðri sem er og notað okkar hreina loft til loftræstingar sem er mikill plús. Trefjaglerið er vind- og hávaðahemjandi en samt ekki lokað, heldur eru alls staðar göt á því, eins og neti í mismunandi grófleika. Með skerminum er dregið verulega úr viðhaldsþörf hússins. Partur af því að gera húsið vistvænt er að auðvelt sé að taka nýja byggingarhluta niður í einingum ef með þarf og líka að hægt sé að fara á bak við skerminn til að þrífa gluggana.“ Allir græða Höfðabakki 9 er á útsýnisstað en skermurinn virkar eins og þunnt tjald. Því verða opin svæði í byggingunni sem hægt verður að njóta útsýnis úr og hitta fólk, að sögn Önnu Sigríðar. Tjörn safnar rigningarvatninu af þakinu. Það verður leitt inn í bygginguna og vökvaðir með því gróðurveggir sem ná niður allar hæðir. Allt miðar að því að gera húsið og umhverfi þess að náttúrulegri vin í því harða borgarumhverfi sem umlykur það. Þótt atvinnurýmið sé fyrst og fremst hugsað sem skrifstofuhúsnæði segir Anna Sigríður það geta hýst mismunandi starfsemi sem vissulega breytist og þróist. Það eigi að vera skapandi umhverfi sem gefi möguleika á einbeitingu en ýti um leið undir virk samskipti. Í tillögunni segir hún reiknað með að þjónustan á svæðinu sé á þann veg að starfsfólk þurfi ekki að leita út fyrir það á vinnutíma. Þannig sé dregið úr akstri og umferð. „Hér erum við með áberandi byggingu á áberandi stað sem getur orðið ímynd fyrir umhverfisvænt fyrirkomulag. Það er ekki bara fyrir sérvitringa, heldur nokkuð sem allir geta notið. Þegar við förum að hugsa og vinna þannig áttum við okkur á því að það er bara jákvætt og gefandi,“ segir Anna Sigríður og bætir við að lokum: „Allir hagnast á vistvænum hugsunarhætti, rekstraraðilar, vinnandi fólk og ekki síst framtíðin.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Það hefur alltaf verið keppikefli okkar á VA arkitektum að gera byggingar góðar fyrir manneskjur og tillitssamar við umhverfi sitt og náttúru. Nú eru bara komin ákveðin orð yfir þá stefnu: sjálfbært og vistvænt.“ Þetta segir Anna Sigríður Jóhannsdóttir, arkitekt hjá VA arkitektum. Hún og félagar hennar á stofunni, í samvinnu við Landmótun og Verkís, sigruðu í samkeppni Nordic Built um vistvæna endurhönnun á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Aðalhugmyndafræði í tillögu þeirra er að skapa atvinnusvæði þar sem lögð er áhersla á náttúruleg gæði sem stuðla að aukinni vellíðan fólks sem þar starfar.Íslensk náttúruöfl í borginni „Þetta var tveggja þrepa keppni. Átján tillögur bárust í fyrri hlutann, víða að úr heiminum. Fjórar þeirra voru valdar úr og við áttum eina þeirra sem við nefndum Grænhöfða. Við unnum áfram með hana og stóðum uppi sem sigurvegarar,“ segir Anna Sigríður og er ekki í vafa um að staðþekking hafi haft þar sitt að segja. „Í vistvænum arkitektúr leggja aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn ofuráherslu á orku- og vatnssparnað af illri nauðsyn. Víða er notað rigningarvatn af þökum í klósettin en ekki neysluvatn eins og hér. Við búum við gnægð vatns og vistvæna, ódýra orku ennþá og því höfum við tækifæri til að sinna öðrum atriðum betur, eins og að skapa heilsusamlegt umhverfi. Það hefur keðjuverkandi áhrif á samfélagsreksturinn, veikindadögum fækkar, kostnaður við heilbrigðisþjónustu lækkar, afköst aukast og arðsemi fyrirtækja batnar.“ Anna Sigríður telur að þó við Íslendingar séum með tiltölulega hreint loft og ódýra raforku getum við ekki umgengist efnivið og fjármuni eins og alltaf sé nóg til. Til dæmis þurfi að endurnýta orku eins og unnt er og draga úr umferð bíla, bæði vegna mengunar og kostnaðar. Hún segir nauðsynlegt að vinna með íslensk náttúruöfl í borginni og skapa eftirsóknarvert umhverfi. Gera gangandi fólki hærra undir höfði en hingað til hefur verið gert, þannig að við getum öll ferðast um á þægilegan máta, hvort sem við erum akandi, gangandi eða hjólandi. Með því að taka tillit til íslensks veðurfars og loftslags og vinna úr því á vistvænan hátt sé markvist dregið úr viðhalds- og rekstrarkostnaði bygginga. Einnig verði að huga að förgunarkostnaði. „Við tökum þátt í alþjóðasamfélagi og verðum að tryggja að auðvelt sé að endurnýta efni sem við flytjum inn í landið og farga þeim á vistvænan máta,“ tekur hún fram.Meira og meira gaman Þá snúum við okkur aftur að Höfðabakka 9. Anna Sigríður segir það hafa verið frábæra áskorun að fá að gera tillögu að endurnýjun svæðisins á vistvænan hátt. En eru ekki alls konar efni í aðalbyggingunni skaðleg umhverfinu ef út í það er farið? „Eflaust en það er heldur ekki vistvænt að rífa niður það sem þegar er komið enda er það ekki markmiðið,“ svarar hún og segir augljóst að meðal stórra verkefna arkitekta í framtíðinni verði að endurhanna byggingar sem búið er að reisa og annaðhvort eru komnar á viðhaldstíma eða þurfa að fá nýjan tilgang. Það verði að gerast á umhverfisvænan máta. Höfuðáherslan var á stóru bogabygginguna á Höfðabakka 9 í fyrri hluta samkeppninnar, að sögn Önnu Sigríðar en í framhaldinu var farið að skoða stóra samhengið. „Þá fengum við Landmótun, landslagsarkitekta til aðstoðar við hönnun lóðarinnar og verkefnið óx í höndunum á okkur, alltaf varð meira og meira gaman og við sáum fleiri og meira spennandi möguleika á hönnun í vistvænum anda,“ lýsir hún. Bogabyggingin er há og oft rok inni í kringlunni. „Við Íslendingar þurfum alltaf að taka tillit til þess að hér er vindasamt og háar byggingar mynda sterka hvirfla. Því gerum við ráð fyrir nýrri byggingu á tveimur hæðum sem bæði verður inngangur og dregur úr vindsveipum. Á neðri hæð yrði sameiginleg matsala fyrir allt svæðið og á þeirri efri vinnuaðstaða fyrir smærri hópa, svipuð og í háskólabyggingum. Einnig er lagt til að bæta tveimur léttbyggðum hæðum ofan á bogabygginguna með þakgörðum sem gefa útsýni og aðgengi að grænum svæðum og kost á samveru fyrir starfsfólk. Til viðbótar setjum við minni viðbyggingar ofan á lágu bygginguna á móti, til að brjóta upp langar línur hennar og skapa samhengi við stóru bygginguna,“ útskýrir hún og bætir við: „Almenningssvæði innan- og utandyra og tengsl við gróður hafa jákvæð áhrif á vinnuumhverfi og vellíðan notendanna.“Gróðurreitir og þakgarðar Bílastæði eiga að verða undir hluta af planinu sem nú er og einnig verður bílastæðum komið fyrir inni í brekkunni á bak við lágu bygginguna. „Lóðin vinnur með okkur að þessu leyti,“ segir Anna Sigríður. „En það er möguleiki að leggja bílum ofanjarðar fyrir stuttar heimsóknir. Það er ekki verið að banna bíla,“ tekur hún fram. Ný vinkilbygging er teiknuð á lóðina. Hún myndar skjól bæði fyrir vindi og umferðarhljóði. Góðar almenningssamgöngur eru á Höfðabakka 9 og gert er ráð fyrir hjólaskýlum á nokkrum stöðum. Anna Sigríður nefnir að ætla megi að á svona stórum vinnustað sé auðvelt að reka litla bílaleigu, slíkt þekkist erlendis. „Þá kemur fólk í strætó eða á hjóli en getur alltaf nálgast bíl á staðnum til að fara sínar sendiferðir eða á fundi,“ útskýrir hún. Græn belti umhverfis byggingarnar eru þegar komin að hluta til en VA arkitektar vilja hafa lóðina þannig að hún nýtist meira til útivistar. Meira að segja er gert þar ráð fyrir matjurtarækt. „Það verða gróðurhús, runnar, tré og þakgarðar. Því meira grænt, því minni koltvísýringur í andrúmsloftinu,“ bendir Anna Sigríður á. „Við ætlum að nota affallsvatn af götunni til vökvunar gróðurs. Einnig verða litlar tjarnir á fjölnota torgi framan við aðalbygginguna sem kemur til með að verða samkomustaður svæðisins og mætti jafnvel nýta það sem markaðstorg um helgar.“ Utan á bogabyggingunni er gert ráð fyrir skermi úr trefjagleri, festum er á steypta bita sem eru fyrir á byggingunni. Það er gert í margþættum tilgangi, að sögn Önnu Sigríðar. „Trefjaglerið brýtur sólarljósið þannig að sterkir geislar þess ná ekki inn og glampa á skjái, heldur verður hægt að nota dagsbirtuna og spara rafljósin. Einnig getum við verið með opna glugga í nánast hvaða veðri sem er og notað okkar hreina loft til loftræstingar sem er mikill plús. Trefjaglerið er vind- og hávaðahemjandi en samt ekki lokað, heldur eru alls staðar göt á því, eins og neti í mismunandi grófleika. Með skerminum er dregið verulega úr viðhaldsþörf hússins. Partur af því að gera húsið vistvænt er að auðvelt sé að taka nýja byggingarhluta niður í einingum ef með þarf og líka að hægt sé að fara á bak við skerminn til að þrífa gluggana.“ Allir græða Höfðabakki 9 er á útsýnisstað en skermurinn virkar eins og þunnt tjald. Því verða opin svæði í byggingunni sem hægt verður að njóta útsýnis úr og hitta fólk, að sögn Önnu Sigríðar. Tjörn safnar rigningarvatninu af þakinu. Það verður leitt inn í bygginguna og vökvaðir með því gróðurveggir sem ná niður allar hæðir. Allt miðar að því að gera húsið og umhverfi þess að náttúrulegri vin í því harða borgarumhverfi sem umlykur það. Þótt atvinnurýmið sé fyrst og fremst hugsað sem skrifstofuhúsnæði segir Anna Sigríður það geta hýst mismunandi starfsemi sem vissulega breytist og þróist. Það eigi að vera skapandi umhverfi sem gefi möguleika á einbeitingu en ýti um leið undir virk samskipti. Í tillögunni segir hún reiknað með að þjónustan á svæðinu sé á þann veg að starfsfólk þurfi ekki að leita út fyrir það á vinnutíma. Þannig sé dregið úr akstri og umferð. „Hér erum við með áberandi byggingu á áberandi stað sem getur orðið ímynd fyrir umhverfisvænt fyrirkomulag. Það er ekki bara fyrir sérvitringa, heldur nokkuð sem allir geta notið. Þegar við förum að hugsa og vinna þannig áttum við okkur á því að það er bara jákvætt og gefandi,“ segir Anna Sigríður og bætir við að lokum: „Allir hagnast á vistvænum hugsunarhætti, rekstraraðilar, vinnandi fólk og ekki síst framtíðin.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent