Innlent

Kópavogur leggist gegn frumvarpi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ólafur Þór Gunnarsson,  bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Kópavogs hafa lagt til að sveitarfélagið leggist gegn frumvarpi um afturköllun nýrra náttúruverndarlaga.

„Efling almannaréttar, ítrekun banns við utanvegaakstri, innleiðing varúðarreglunnar og aukin vernd náttúrufyrirbæra skipta öll miklu máli fyrir komandi kynslóðir,“ segir í tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar úr VG og Péturs Ólafssonar úr Samfylkingu.

Málinu var vísað til umsagnar hjá umhverfissviði og til umhverfis- og samgöngunefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×