Innlent

Rétttrúnaðarkirkja fari að Héðinshúsi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skoða á hvort færa megi rússsnesku rétttrúnaðarkirkuna austar á Mýrargötu þar sem hún gæti staðið næst Héðinshúsin sem sést til hægri á myndinni.
Skoða á hvort færa megi rússsnesku rétttrúnaðarkirkuna austar á Mýrargötu þar sem hún gæti staðið næst Héðinshúsin sem sést til hægri á myndinni. Mynd/Reykjavíkurborg-Íbúasamtök Vesturbæjar
Til að ná meiri sátt um kirkjubyggingu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Nýlendureit verður skoðað hvort finna megi henni lóð á horni Mýrargötu og Seljavegar í stað þess að hún sé austar við Mýrargötuna.

Borgarráð samþykkti á fimmtudag nýtt skipulag fyrir Nýlendureit þar sem meðal annars er gert ráð fyrir rétttrúnaðarkirkjunni við Mýrargötu. Talsverð andstaða er í nágrenni við bygginguna, meðal annars vegna þess hversu háreist hún á að verða og vegna þess að aðeins er gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóðinni.

Eftir að skipulagið var samþykkt í borgarráði var tillaga sjálfstæðismanna um að finna kirkjunni nýja lóð einnig samþykkt.

„Það hefur komið fram hugmynd um að kirkjan geti hugsanlega farið betur á öðrum stað á reitnum þar sem hún hefði meira rými og færi betur í jaðri hverfisins,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Júlíus undirstrikar að aðeins sé um athugun að ræða. Vinna þurfi málið í sátt við nágranna og rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna sjálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×