Innlent

Lækka um 700 milljónir króna

Freyr Bjarnason skrifar
Rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar hefur gengið vel.
Rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar hefur gengið vel. fréttablaðið/vilhelm
Rekstur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, hefur gengið vel að undanförnu.

Samkvæmt Víkurfréttum hafa lán félagsins lækkað um nær sjö hundruð milljónir króna og farið úr um 1.300 milljónum króna í um 600 milljónir.

Umbætur í rekstri fyrirtækisins ásamt því að staðfestur hefur verið nýr lánssamningur við Íslandsbanka með lækkun á lánastöðu fyrirtækisins um tæplega 340 milljónir króna, gerir kleift að halda óbreyttum gjöldum þriðja árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×