Innlent

Ósammið á meðan kjarasamningar hjá tugum þúsunda renna út

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
„Þetta gengur hægt. Menn eru að þreifa fyrir sér og reyna að átta sig á því hvaða atriði eiga að vera í samningnum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins.

Kjarasamningar á milli 80 og 90 þúsund launþega renna út á miðnætti og nokkuð langt virðist í land að nýr kjarasamningur verði undirritaður.

Eitt af því sem tafið hefur samningsgerðina er að frumvarp til fjárlaga var ekki lagt fram fyrr en í byrjun október. Fyrir rúmri viku kynnti ríkisstjórnin breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar. Það má því segja að eiginlegar samningaviðræður hafi ekki byrjað fyrr en í vikunni sem er að líða.

„Við viljum fá vissu fyrir því að atvinnurekendur velti kauphækkunum ekki beint út í verðlagið. Við viljum líka að ríki og sveitarfélög komi að borðinu og hækki ekki álögur á almenning,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×