Innlent

Hækka ekki leikskólagjöld í Árborg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjarráð Árborgar vill endurskoðun á heitavatnshækkun.
Bæjarráð Árborgar vill endurskoðun á heitavatnshækkun.
Gjöld í leik- og grunnskólum í Árborg verða ekki hækkuð milli ára. Bæjarráðið beinir því ennfremur til framkvæmda- og veitustjórnar að fara yfir forsendur nýsamþykktrar 5 prósent hækkunar á heitu vatni.

„Sveitarfélagið Árborg vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu með því að gjaldskrár leik og grunnskóla haldist óbreyttar milli ára. Um er að ræða leikskólagjöld, gjöld fyrir skólavistun, mat í leikskóla, skóla og skólavistun,“ segir bæjarráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×