Innlent

Þjófur fékk of harðan dóm fyrir mistök

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Héraðsdómi Suðurlands yfirsást dómur frá Reykjavík.
Héraðsdómi Suðurlands yfirsást dómur frá Reykjavík. Fréttablaðið/ÓKÁ
Erlendur maður sem dæmdur var fyrir þjófnað og fleira til níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí og átta mánuða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í júní fær seinna dómsmálið tekið upp aftur.

Samkvæmt beiðni ríkissaksóknara til endurupptökunefndar var manninum gerð of hörð refsing í seinna málinu því þar var dómsmál frá því 2012 gert að refsiauka jafnvel þótt þetta eldra mál hafi þegar verið notað sem refsiauki í málinu frá í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×