Rokk & Ról Breka skartgripir Marín Manda skrifar 29. nóvember 2013 11:30 Gúrý og Jónas Breki starfa saman í Kaupmannahöfn að Zero6 og Breka-skartinu. Jónas Breki Magnússon gullsmiður hannar "Rokk og ról“-skartgripi í Danmörku og selur meðal annars í versluninni Rhodium. Við héldum að við gætum sigrað heiminn ein í fyrra en það var ekki að virka. Ég vil gera allt hundrað prósent svo ég ætlaði bara að gera allt sjálfur en ég er bara gullsmiður og hönnuður,“ segir Jónas Breki Magnússon. Jónas Breki hefur búið í Danmörku í tæplega tíu ár ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu (Gúrý) Finnbogadóttur. Undanfarin ár hafa þau starfað saman að skartgripalínunum Breki og Zero6, en Gúrý er einnig fatahönnuður. Árið 2010 fluttu hjónakornin til Víetnams en þar starfaði Jónas Breki fyrir danska skartgripahönnuðinn Julie Saundlau. Eftir rúmlega árs búsetu í Asíu ákvað hann að stíga skrefið og verða sjálfstæður með eigin línu. Tvisvar hefur hann kynnt skartið á Copenhagen Fashion Week ásamt því að Gúrý hefur kynnt fatalínuna sína, Gúrý. Anne Lindfjeld fyrirsætan er þekkt í Kaupmannahöfn.Breki segir að nú hafi áherslurnar breyst til muna þar sem þau leggi meiri áherslu á skartið. „Við erum bestu vinir og erum búin að vera saman í ellefu ár svo það virkar bara að vinna saman,“ segir hann þegar hann er spurður út í samstarfið með eiginkonunni. Línuna segir hann vera svokallaða „street fashion“ sem þó er unnin úr ekta gulli, silfri og eðalsteinum. „Það er ekkert óekta í hönnun Breka, þetta eru bara Rokk og ról-skartgripir sem henta fyrir bæði kynin. Mig var búið að dreyma um að fá hina dönsku Anne Lindfjeld sem módel síðan ég sá hana fyrst því hún hefur allt til brunns að bera sem lýsir skartinu. Ég sendi henni skilaboð á Facebook í sumar og spurði hana og hún sló til,“ útskýrir hann og bætir við. „Það er ekki endilega erfiðara að ná í fræga liðið.“ Hjónin stefna á að koma til Íslands um jólin og jafnvel halda sýningu með nýju línunni. Breka-skartið fæst í versluninni Rhodium í Kringlunni. Hægt er að skoða línuna nánar á brekidesign.com Ljósmyndari Hildur María Valgarðsdóttir Fyrirsæta Anne Lindfjeld Grafískur Hönnuður Sverrir Brynjólfsson Koloristi Daði Knee Stílisti Gúrý Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Jónas Breki Magnússon gullsmiður hannar "Rokk og ról“-skartgripi í Danmörku og selur meðal annars í versluninni Rhodium. Við héldum að við gætum sigrað heiminn ein í fyrra en það var ekki að virka. Ég vil gera allt hundrað prósent svo ég ætlaði bara að gera allt sjálfur en ég er bara gullsmiður og hönnuður,“ segir Jónas Breki Magnússon. Jónas Breki hefur búið í Danmörku í tæplega tíu ár ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu (Gúrý) Finnbogadóttur. Undanfarin ár hafa þau starfað saman að skartgripalínunum Breki og Zero6, en Gúrý er einnig fatahönnuður. Árið 2010 fluttu hjónakornin til Víetnams en þar starfaði Jónas Breki fyrir danska skartgripahönnuðinn Julie Saundlau. Eftir rúmlega árs búsetu í Asíu ákvað hann að stíga skrefið og verða sjálfstæður með eigin línu. Tvisvar hefur hann kynnt skartið á Copenhagen Fashion Week ásamt því að Gúrý hefur kynnt fatalínuna sína, Gúrý. Anne Lindfjeld fyrirsætan er þekkt í Kaupmannahöfn.Breki segir að nú hafi áherslurnar breyst til muna þar sem þau leggi meiri áherslu á skartið. „Við erum bestu vinir og erum búin að vera saman í ellefu ár svo það virkar bara að vinna saman,“ segir hann þegar hann er spurður út í samstarfið með eiginkonunni. Línuna segir hann vera svokallaða „street fashion“ sem þó er unnin úr ekta gulli, silfri og eðalsteinum. „Það er ekkert óekta í hönnun Breka, þetta eru bara Rokk og ról-skartgripir sem henta fyrir bæði kynin. Mig var búið að dreyma um að fá hina dönsku Anne Lindfjeld sem módel síðan ég sá hana fyrst því hún hefur allt til brunns að bera sem lýsir skartinu. Ég sendi henni skilaboð á Facebook í sumar og spurði hana og hún sló til,“ útskýrir hann og bætir við. „Það er ekki endilega erfiðara að ná í fræga liðið.“ Hjónin stefna á að koma til Íslands um jólin og jafnvel halda sýningu með nýju línunni. Breka-skartið fæst í versluninni Rhodium í Kringlunni. Hægt er að skoða línuna nánar á brekidesign.com Ljósmyndari Hildur María Valgarðsdóttir Fyrirsæta Anne Lindfjeld Grafískur Hönnuður Sverrir Brynjólfsson Koloristi Daði Knee Stílisti Gúrý
Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira