Innlent

Hunsa boð Seyðfirðinga um viðræður

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikil fjárfesting er í ferjuhöfninni á Seyðisfirði og umsvifin í kring um Norrænu eru samfélaginu þar mikilvæg.
Mikil fjárfesting er í ferjuhöfninni á Seyðisfirði og umsvifin í kring um Norrænu eru samfélaginu þar mikilvæg. Fréttablaðið/GVA
„Enn þann dag í dag hafa hvorki borist formlegar né óformlegar óskir um viðræður eða skoðanaskipti frá Smyril-Line, þrátt fyrir munnlegt boð bæjarstjóra Seyðisfjarðar til forstjóra Smyril-Line í símtali um slíkt,“ segir bæjarstjórn Seyðisfjarðar vegna umleitana skipafélagsins um nýja viðkomuhöfn fyrir ferjuna Norrænu.

Smyril-Line hefur átt í viðræðum við Fjarðabyggðarhafnir um viðkomu fyrir Norrænu að vetrarlagi á Eskifirði eða Reyðarfirði. Ástæðan er ótrygg leið yfir Fjarðarheiði.

„Þessi ákvörðun stjórnenda Smyril-Line var tekin án þess að ræða við eða tilkynna Hafnarsjóði Seyðisfjarðar, aðila samnings um hafnaraðstöðu á Íslandi, svo sem kveðið er á um samkvæmt samningnum,“ segir bæjarstjórnin og minnir á að ferjulægið á Seyðisfirði sé sérstaklega byggt til að þjóna ferjusiglingum Norrænu. Það hafi verið fjármagnað af ríkissjóði og Hafnarsjóði Seyðisfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×