Innlent

Mannanafnanefnd verði aflögð

Eva Bjarnadóttir skrifar
Jón Gnarr og Óttarr Proppé
Jón Gnarr og Óttarr Proppé Mynd/Daníel
Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp þess efnis að mannanafnanefnd verði lögð niður og að heimilt verði að taka upp ættarnöfn.

Í greinargerð frumvarpsins segir að nöfn varði fyrst og fremst einkahagi fólks og persónurétt þess, en síður hagsmuni alls almennings. Þá hafi núgildandi lög um mannanöfn sætt gagnrýni, sér í lagi úrskurðir mannanafnanefndar.

Ekki er langt síðan borgarstjóri Reykjavíkinga, Jón Gnarr, kvartaði undan mannanafnanefnd á fésbókarsíðu sinni.

Þar útskýrði hann að samkvæmt opinberri skráningu væri nafn hans Jón Gunnar Kristinsson, því hann mætti ekki taka upp ættarnafnið Gnarr. Hann benti jafnframt á að mannanafnanefnd hefði á tíunda áratugnum neyðst til að breyta reglum um nöfn innflytjenda, þar sem þær reyndust vera mannréttindabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×