Biður til guðs að bróðir hennar verði handtekinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Inga Birna Dungal hefur horft upp á bróður sinn vera utangarðs í samfélaginu frá því hann var lítill drengur. Mynd / Daníel „Það er rosalega sorglegt að horfa í augun á bróður sínum, sem maður heldur að eigi bara einn til tvo daga eftir ólifaða því hann er svo illa farinn, og biðja til guðs að hann verði handtekinn,“ segir Inga Birna Dungal, ein af stofnendum nýs félags um málefni útigangsfólks. Bróðir Ingu Birnu er 26 ára gamall og hefur verið utangarðs frá því hann var lítið barn. Hann passar ekki inn í samfélagið, er of veikur fyrir eina stofnun og of hættulegur fyrir aðra. „Í gegnum tíðina þegar ég hef reynt að hjálpa bróður mínum þá kem ég að lokuðum dyrum. Ég nefni nafn hans við starfsmann stofnunar eða spítala og það vill enginn hjálpa honum. Það er eins og fólk bíði eftir að hann deyi því þá er hann ekki vandamál lengur og aðstandendur losna úr þessari kvöl.“ Inga Birna fagnar stofnun félagsins og vonar að það geti hjálpað fólkinu í kerfinu að aðstoða þessa einstaklinga. „Það eru fáir sem geta staðið upp fyrir þeim sem geta ekki staðið sjálfir í fæturna. Bróðir minn tilheyrir litlum hópi manna sem fara inn og út úr fangelsi. Þegar þeir eru í fangelsi eru þeir til friðs og bróðir minn hefur náð að halda sér edrú þar. En um leið og hann kemur úr fangelsi er hann kominn á götuna og fer í afbrot. Þetta eru mennirnir sem við lesum hrottalegar fréttir um í blöðunum og þetta eru alltaf sömu mennirnir, aftur og aftur. Vandamálið er að þeir fá enga uppbyggilega hjálp og allir hafa gefist upp á þeim.“ Inga Birna vill stórefla forvarnir fyrir þennan hóp. „Þetta eru menn sem báru þess merki strax sem börn að þeir yrðu utangarðs eða í vandræðum. Það er búið að horfa á vandamálið vaxa með hverju árinu en aldrei gripið almennilega inn í. Við gætum fækkað glæpum um helming með því að hlúa betur að börnunum. Það verða sífellt minni líkur á því eftir því sem þeir eldast og glæpirnir verða harðari og alvarlegri.“ Inga Birna segir bróður sinn af og til vilja hjálp og breyta lífi sínu. En þá komi hann alls staðar að lokuðum dyrum. „Það vantar úrræði. Það verður að taka eitthvað á móti þessu fólki þegar það er tilbúið að gera eitthvað í sínum málum. Það vantar skilorðsfulltrúa, einhverja til að fylgja þeim út í lífið eftir fangelsi. Fangelsisstofnun veit vel að bróðir minn er heimilislaus þegar hann losnar úr fangelsi en honum er bara hent þangað. Það þarf að kenna þeim á lífið, það eina sem þeir kunna eru afbrot og sjálfsmynd þeirra endurspeglast í fréttum af glæpum þeirra í fjölmiðlum.“ Félagið sem stendur til að stofna verður regnhlífasamtök fyrir ógæfufólk af öllu tagi, útigangsfólk, heimilislausa og fíkla. Félagið verður jafnt fyrir fólkið sjálft sem og aðstandendur, jafnframt áhugamenn og starfsmenn í málaflokknum. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
„Það er rosalega sorglegt að horfa í augun á bróður sínum, sem maður heldur að eigi bara einn til tvo daga eftir ólifaða því hann er svo illa farinn, og biðja til guðs að hann verði handtekinn,“ segir Inga Birna Dungal, ein af stofnendum nýs félags um málefni útigangsfólks. Bróðir Ingu Birnu er 26 ára gamall og hefur verið utangarðs frá því hann var lítið barn. Hann passar ekki inn í samfélagið, er of veikur fyrir eina stofnun og of hættulegur fyrir aðra. „Í gegnum tíðina þegar ég hef reynt að hjálpa bróður mínum þá kem ég að lokuðum dyrum. Ég nefni nafn hans við starfsmann stofnunar eða spítala og það vill enginn hjálpa honum. Það er eins og fólk bíði eftir að hann deyi því þá er hann ekki vandamál lengur og aðstandendur losna úr þessari kvöl.“ Inga Birna fagnar stofnun félagsins og vonar að það geti hjálpað fólkinu í kerfinu að aðstoða þessa einstaklinga. „Það eru fáir sem geta staðið upp fyrir þeim sem geta ekki staðið sjálfir í fæturna. Bróðir minn tilheyrir litlum hópi manna sem fara inn og út úr fangelsi. Þegar þeir eru í fangelsi eru þeir til friðs og bróðir minn hefur náð að halda sér edrú þar. En um leið og hann kemur úr fangelsi er hann kominn á götuna og fer í afbrot. Þetta eru mennirnir sem við lesum hrottalegar fréttir um í blöðunum og þetta eru alltaf sömu mennirnir, aftur og aftur. Vandamálið er að þeir fá enga uppbyggilega hjálp og allir hafa gefist upp á þeim.“ Inga Birna vill stórefla forvarnir fyrir þennan hóp. „Þetta eru menn sem báru þess merki strax sem börn að þeir yrðu utangarðs eða í vandræðum. Það er búið að horfa á vandamálið vaxa með hverju árinu en aldrei gripið almennilega inn í. Við gætum fækkað glæpum um helming með því að hlúa betur að börnunum. Það verða sífellt minni líkur á því eftir því sem þeir eldast og glæpirnir verða harðari og alvarlegri.“ Inga Birna segir bróður sinn af og til vilja hjálp og breyta lífi sínu. En þá komi hann alls staðar að lokuðum dyrum. „Það vantar úrræði. Það verður að taka eitthvað á móti þessu fólki þegar það er tilbúið að gera eitthvað í sínum málum. Það vantar skilorðsfulltrúa, einhverja til að fylgja þeim út í lífið eftir fangelsi. Fangelsisstofnun veit vel að bróðir minn er heimilislaus þegar hann losnar úr fangelsi en honum er bara hent þangað. Það þarf að kenna þeim á lífið, það eina sem þeir kunna eru afbrot og sjálfsmynd þeirra endurspeglast í fréttum af glæpum þeirra í fjölmiðlum.“ Félagið sem stendur til að stofna verður regnhlífasamtök fyrir ógæfufólk af öllu tagi, útigangsfólk, heimilislausa og fíkla. Félagið verður jafnt fyrir fólkið sjálft sem og aðstandendur, jafnframt áhugamenn og starfsmenn í málaflokknum.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira