Stórskrýtin stjóraskipti sem gengu upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2013 08:00 Rickie Lambert og félagar fagna einu marka sinna. nordicphotos/getty Þegar eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Southampton, Nicola Cortese, rak stjórann Nigel Adkins í janúar héldu margir að hann væri genginn af göflunum. Adkins hafði farið með Dýrlingana upp um tvær deildir á tveimur árum og það sem meira var, liðið var í þægilegri fjarlægð frá fallbaráttunni. Í stað Englendingsins 48 ára var 41 árs gamall Argentínumaður, Mauricio Pochettino, fenginn í stjórahlutverkið. Pochettino hafði gert þokkalega hluti með Espanyol en látinn taka poka sinn þegar liðið var í langneðsta sæti deildarinnar eftir þrettán leiki. Þess utan var enskukunnátta hans lítil og þekking á enskri knattspyrnu lítil.Stór nöfn mættu á svæðið Pressa á Pochettino var mikil en hann stóðst hana. Hann gerði engin kraftaverk með Southampton út leiktíðina. Skilaði liðinu í 14. sæti sem vel má vera að Adkins hefði einnig gert. Sumarið nýtti fyrrverandi miðvörður argentínska landsliðsins hins vegar vel. Cortese hafði sagt við ráðninguna á Pochettino að nú ætti að taka félagið á næsta stig. Hann væri vel til þess fallinn að telja sterka leikmenn á að ganga til liðs við Southampton sem er nákvæmlega það sem gerðist. Dejan Lovren, Victor Wanyama og Pablo Osvaldo voru allt í einu mættir á St. Mary‘s og hjólin fóru að snúast líkt og nýsmurð væru. Að loknum níu umferðum í úrvalsdeildinni situr Southampton í 5. sæti deildarinnar. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Arsenal og fyrir ofan bæði stórliðin frá Manchester. Hvernig í ósköpunum má það vera? Stutta svarið er gríðarlega agaður varnarleikur alls liðsins sem Pochettino mun eiga mikinn heiður af. Þá virðast markvarðarvandræði liðsins úr sögunni með tilkomu Arturs Boruc sem Pochettino hefur sýnt mikið traust. „Rickie Lambert er okkar fremsta varnarlína þegar við erum ekki með boltann. Við verjumst allir á sama tíma,“ segir Pochettino við breska fjölmiðla. „Við viljum halda boltanum og þegar við erum án hans vinnum við hörðum höndum, allir sem einn, að ná honum aftur.Aðeins Roma hefur gert beturSigurinn á Fulham á St. Mary‘s um síðustu helgi var fjórða skiptið í röð sem liðið hélt hreinu á heimavelli. Lundúnaliðið átti tvö skot í öllum leiknum og hvorugt hitti markið. Áður hafði liðið aðeins haldið hreinu þrisvar á heimavelli í 24 leikjum. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra í deildinni, aðeins þrjú. Ef horft er til stóru deildanna í álfunni er aðeins Roma á Ítalíu sem hefur fengið á sig færri mörk en Dýrlingarnir af suðurströndinni. Króatíski miðvörðurinn Lovren, sem er vanur Meistaradeildarfótbolta með Lyon og baráttu um titla í Frakklandi, er án nokkurs vafa ein bestu kaup sumarsins. „Ég átti ekki von á því að læra að spila svona,“ segir landsliðsmaður Króata. „Við tökum áhættu en við uppskerum vel.“Keníabróðir á leiðinni? Eins og svo oft áður er það sóknarmaður liðsins sem fær mesta athygli. Rickie Lambert er í lykilhlutverki í sóknarleiknum og frammistaðan skilaði honum sæti í landsliði Englands á dögunum. Framherjinn 31 árs gamli er þó aðeins einn fjölmargra sem hafa blómstrað. Samvinna Frakkans Morgans Schneiderlin og Victors Wanyama í stöðu afturliggjandi miðjumanna gerir það að verkum að stundum virðist búið að múra fyrir vítateig Southampton. Reiknað var með því að Keníamaðurinn Wanyama héldi á vit merkilegri ævintýra eftir dvöl hjá Celtic en Pochettino náði að klófesta kappann. Svo ánægður er Pochettino með Wanyama að hann horfir hýru auga til bróður hans, McDonald Mariga hjá Inter, sem spilar með Wanyama með landsliði Kenía. Þá hefur Lovren verið ofurlímið sem vantaði í vörnina og ungir enskir bakverðir hlaupa óþreytandi upp og niður kantinn. Hvort Southampton tekst að halda uppteknum hætti og landa Evrópusæti verður að koma í ljós. Ótrúlegri hlutir hafa gerst og segja sumir að sóknarmennirnir fjölbreyttu, Lambert, Osvaldo auk Adams Lallana og Jays Rodrigurez, séu rétt að hita upp. Liðið mætir Stoke í dag þar sem ólíklegt er að mörg mörk líti dagsins ljós. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Þegar eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Southampton, Nicola Cortese, rak stjórann Nigel Adkins í janúar héldu margir að hann væri genginn af göflunum. Adkins hafði farið með Dýrlingana upp um tvær deildir á tveimur árum og það sem meira var, liðið var í þægilegri fjarlægð frá fallbaráttunni. Í stað Englendingsins 48 ára var 41 árs gamall Argentínumaður, Mauricio Pochettino, fenginn í stjórahlutverkið. Pochettino hafði gert þokkalega hluti með Espanyol en látinn taka poka sinn þegar liðið var í langneðsta sæti deildarinnar eftir þrettán leiki. Þess utan var enskukunnátta hans lítil og þekking á enskri knattspyrnu lítil.Stór nöfn mættu á svæðið Pressa á Pochettino var mikil en hann stóðst hana. Hann gerði engin kraftaverk með Southampton út leiktíðina. Skilaði liðinu í 14. sæti sem vel má vera að Adkins hefði einnig gert. Sumarið nýtti fyrrverandi miðvörður argentínska landsliðsins hins vegar vel. Cortese hafði sagt við ráðninguna á Pochettino að nú ætti að taka félagið á næsta stig. Hann væri vel til þess fallinn að telja sterka leikmenn á að ganga til liðs við Southampton sem er nákvæmlega það sem gerðist. Dejan Lovren, Victor Wanyama og Pablo Osvaldo voru allt í einu mættir á St. Mary‘s og hjólin fóru að snúast líkt og nýsmurð væru. Að loknum níu umferðum í úrvalsdeildinni situr Southampton í 5. sæti deildarinnar. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Arsenal og fyrir ofan bæði stórliðin frá Manchester. Hvernig í ósköpunum má það vera? Stutta svarið er gríðarlega agaður varnarleikur alls liðsins sem Pochettino mun eiga mikinn heiður af. Þá virðast markvarðarvandræði liðsins úr sögunni með tilkomu Arturs Boruc sem Pochettino hefur sýnt mikið traust. „Rickie Lambert er okkar fremsta varnarlína þegar við erum ekki með boltann. Við verjumst allir á sama tíma,“ segir Pochettino við breska fjölmiðla. „Við viljum halda boltanum og þegar við erum án hans vinnum við hörðum höndum, allir sem einn, að ná honum aftur.Aðeins Roma hefur gert beturSigurinn á Fulham á St. Mary‘s um síðustu helgi var fjórða skiptið í röð sem liðið hélt hreinu á heimavelli. Lundúnaliðið átti tvö skot í öllum leiknum og hvorugt hitti markið. Áður hafði liðið aðeins haldið hreinu þrisvar á heimavelli í 24 leikjum. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra í deildinni, aðeins þrjú. Ef horft er til stóru deildanna í álfunni er aðeins Roma á Ítalíu sem hefur fengið á sig færri mörk en Dýrlingarnir af suðurströndinni. Króatíski miðvörðurinn Lovren, sem er vanur Meistaradeildarfótbolta með Lyon og baráttu um titla í Frakklandi, er án nokkurs vafa ein bestu kaup sumarsins. „Ég átti ekki von á því að læra að spila svona,“ segir landsliðsmaður Króata. „Við tökum áhættu en við uppskerum vel.“Keníabróðir á leiðinni? Eins og svo oft áður er það sóknarmaður liðsins sem fær mesta athygli. Rickie Lambert er í lykilhlutverki í sóknarleiknum og frammistaðan skilaði honum sæti í landsliði Englands á dögunum. Framherjinn 31 árs gamli er þó aðeins einn fjölmargra sem hafa blómstrað. Samvinna Frakkans Morgans Schneiderlin og Victors Wanyama í stöðu afturliggjandi miðjumanna gerir það að verkum að stundum virðist búið að múra fyrir vítateig Southampton. Reiknað var með því að Keníamaðurinn Wanyama héldi á vit merkilegri ævintýra eftir dvöl hjá Celtic en Pochettino náði að klófesta kappann. Svo ánægður er Pochettino með Wanyama að hann horfir hýru auga til bróður hans, McDonald Mariga hjá Inter, sem spilar með Wanyama með landsliði Kenía. Þá hefur Lovren verið ofurlímið sem vantaði í vörnina og ungir enskir bakverðir hlaupa óþreytandi upp og niður kantinn. Hvort Southampton tekst að halda uppteknum hætti og landa Evrópusæti verður að koma í ljós. Ótrúlegri hlutir hafa gerst og segja sumir að sóknarmennirnir fjölbreyttu, Lambert, Osvaldo auk Adams Lallana og Jays Rodrigurez, séu rétt að hita upp. Liðið mætir Stoke í dag þar sem ólíklegt er að mörg mörk líti dagsins ljós.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira