Leigusalar láta skrúfa fyrir hita og rafmagn Valur Grettisson skrifar 31. október 2013 06:00 Leigusalar eru farnir að óska eftir því að hiti og rafmagn verði tekið af leiguhúsnæðum til þess að losna fyrr við óskilvísa leigjendur. Fréttablaðið/Vilhelm Leigusalar hafa ítrekað farið fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að lokað verði á rafmagn og hita í íbúðum þar sem leigjendur hafa ekki greitt leigu í langan tíma og illa gengur að ná þeim út úr íbúðunum. „Svona mál dúkka reglulega upp,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Raunar eru fyrirspurnir vegna þessa orðnar svo algengar að Orkuveitan hefur komið sér upp verklagi til þess að bregðast við slíkum beiðnum.Eiríkur Hjálmarsson, Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa mótað sérstakar verklagsreglur til þess að taka á móti óskum leigusala.Hann segir rafmagn og hita aldrei tekið af húsnæði ef leigjandi er með gildan leigusamning. Sé samningur ekki í gildi hafi eigandi umráðarétt yfir húsnæðinu og geti látið loka. Það hafi gerst alloft. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segist aldrei hafa heyrt af þessu úrræði. „En það er ljóst að það er mikil spenna á leigumarkaði,“ segir hann. Sigurður Helgi telur þetta örþrifaráð leigusala skýrast af því að ákveðinn flöskuháls sé hjá dómstólum þegar riftunarmál eru til meðferðar.Sigurður Helgi Guðjónsson, Framkvæmdastjóri húseigendafélagsins, segir mikla spennu á leigumarkaði þessa stundina. Fréttablaðið/GVA„Það tekur að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði að rifta einföldustu samningum fyrir dómi, en sá tími lengist oft og verður hálft ár,“ segir Sigurður Helgi, en þetta gerir það að verkum að leigusalar verða fyrir miklu fjárhagstjóni. Spurður út í úrræðið sem leigusalar nýta sér með reglulegum hætti hjá Orkuveitunni svarar Sigurður Helgi: „Það má ekki taka rafmagn og hita af íbúðum leigjenda. Eins má ekki nýta sér aðrar skilvirkari leiðir eins og að hleypa músum inn í íbúðina, eða hóta fólki.“ Hann telur að ólöglegt sé að loka fyrir rafmagn nema dómsúrskurður liggi fyrir. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Leigusalar hafa ítrekað farið fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að lokað verði á rafmagn og hita í íbúðum þar sem leigjendur hafa ekki greitt leigu í langan tíma og illa gengur að ná þeim út úr íbúðunum. „Svona mál dúkka reglulega upp,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Raunar eru fyrirspurnir vegna þessa orðnar svo algengar að Orkuveitan hefur komið sér upp verklagi til þess að bregðast við slíkum beiðnum.Eiríkur Hjálmarsson, Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa mótað sérstakar verklagsreglur til þess að taka á móti óskum leigusala.Hann segir rafmagn og hita aldrei tekið af húsnæði ef leigjandi er með gildan leigusamning. Sé samningur ekki í gildi hafi eigandi umráðarétt yfir húsnæðinu og geti látið loka. Það hafi gerst alloft. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segist aldrei hafa heyrt af þessu úrræði. „En það er ljóst að það er mikil spenna á leigumarkaði,“ segir hann. Sigurður Helgi telur þetta örþrifaráð leigusala skýrast af því að ákveðinn flöskuháls sé hjá dómstólum þegar riftunarmál eru til meðferðar.Sigurður Helgi Guðjónsson, Framkvæmdastjóri húseigendafélagsins, segir mikla spennu á leigumarkaði þessa stundina. Fréttablaðið/GVA„Það tekur að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði að rifta einföldustu samningum fyrir dómi, en sá tími lengist oft og verður hálft ár,“ segir Sigurður Helgi, en þetta gerir það að verkum að leigusalar verða fyrir miklu fjárhagstjóni. Spurður út í úrræðið sem leigusalar nýta sér með reglulegum hætti hjá Orkuveitunni svarar Sigurður Helgi: „Það má ekki taka rafmagn og hita af íbúðum leigjenda. Eins má ekki nýta sér aðrar skilvirkari leiðir eins og að hleypa músum inn í íbúðina, eða hóta fólki.“ Hann telur að ólöglegt sé að loka fyrir rafmagn nema dómsúrskurður liggi fyrir.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira