Leigusalar láta skrúfa fyrir hita og rafmagn Valur Grettisson skrifar 31. október 2013 06:00 Leigusalar eru farnir að óska eftir því að hiti og rafmagn verði tekið af leiguhúsnæðum til þess að losna fyrr við óskilvísa leigjendur. Fréttablaðið/Vilhelm Leigusalar hafa ítrekað farið fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að lokað verði á rafmagn og hita í íbúðum þar sem leigjendur hafa ekki greitt leigu í langan tíma og illa gengur að ná þeim út úr íbúðunum. „Svona mál dúkka reglulega upp,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Raunar eru fyrirspurnir vegna þessa orðnar svo algengar að Orkuveitan hefur komið sér upp verklagi til þess að bregðast við slíkum beiðnum.Eiríkur Hjálmarsson, Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa mótað sérstakar verklagsreglur til þess að taka á móti óskum leigusala.Hann segir rafmagn og hita aldrei tekið af húsnæði ef leigjandi er með gildan leigusamning. Sé samningur ekki í gildi hafi eigandi umráðarétt yfir húsnæðinu og geti látið loka. Það hafi gerst alloft. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segist aldrei hafa heyrt af þessu úrræði. „En það er ljóst að það er mikil spenna á leigumarkaði,“ segir hann. Sigurður Helgi telur þetta örþrifaráð leigusala skýrast af því að ákveðinn flöskuháls sé hjá dómstólum þegar riftunarmál eru til meðferðar.Sigurður Helgi Guðjónsson, Framkvæmdastjóri húseigendafélagsins, segir mikla spennu á leigumarkaði þessa stundina. Fréttablaðið/GVA„Það tekur að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði að rifta einföldustu samningum fyrir dómi, en sá tími lengist oft og verður hálft ár,“ segir Sigurður Helgi, en þetta gerir það að verkum að leigusalar verða fyrir miklu fjárhagstjóni. Spurður út í úrræðið sem leigusalar nýta sér með reglulegum hætti hjá Orkuveitunni svarar Sigurður Helgi: „Það má ekki taka rafmagn og hita af íbúðum leigjenda. Eins má ekki nýta sér aðrar skilvirkari leiðir eins og að hleypa músum inn í íbúðina, eða hóta fólki.“ Hann telur að ólöglegt sé að loka fyrir rafmagn nema dómsúrskurður liggi fyrir. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Leigusalar hafa ítrekað farið fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að lokað verði á rafmagn og hita í íbúðum þar sem leigjendur hafa ekki greitt leigu í langan tíma og illa gengur að ná þeim út úr íbúðunum. „Svona mál dúkka reglulega upp,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Raunar eru fyrirspurnir vegna þessa orðnar svo algengar að Orkuveitan hefur komið sér upp verklagi til þess að bregðast við slíkum beiðnum.Eiríkur Hjálmarsson, Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækið hafa mótað sérstakar verklagsreglur til þess að taka á móti óskum leigusala.Hann segir rafmagn og hita aldrei tekið af húsnæði ef leigjandi er með gildan leigusamning. Sé samningur ekki í gildi hafi eigandi umráðarétt yfir húsnæðinu og geti látið loka. Það hafi gerst alloft. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segist aldrei hafa heyrt af þessu úrræði. „En það er ljóst að það er mikil spenna á leigumarkaði,“ segir hann. Sigurður Helgi telur þetta örþrifaráð leigusala skýrast af því að ákveðinn flöskuháls sé hjá dómstólum þegar riftunarmál eru til meðferðar.Sigurður Helgi Guðjónsson, Framkvæmdastjóri húseigendafélagsins, segir mikla spennu á leigumarkaði þessa stundina. Fréttablaðið/GVA„Það tekur að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði að rifta einföldustu samningum fyrir dómi, en sá tími lengist oft og verður hálft ár,“ segir Sigurður Helgi, en þetta gerir það að verkum að leigusalar verða fyrir miklu fjárhagstjóni. Spurður út í úrræðið sem leigusalar nýta sér með reglulegum hætti hjá Orkuveitunni svarar Sigurður Helgi: „Það má ekki taka rafmagn og hita af íbúðum leigjenda. Eins má ekki nýta sér aðrar skilvirkari leiðir eins og að hleypa músum inn í íbúðina, eða hóta fólki.“ Hann telur að ólöglegt sé að loka fyrir rafmagn nema dómsúrskurður liggi fyrir.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira