Krefst 15 milljóna vegna útboðs sem hætt var við Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. október 2013 08:00 Nýtt hjúkrunarheimili á að rísa í Skarðshlíð innst í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Fréttablaðið/GVA Sjálfseignarstofnunin Sólvellir krefst þess að Hafnarfjarðarbær greiði 15 milljónir króna vegna kostnaðar við útboð á hjúkrunarheimili á Völlunum. Sólvellir ses. tóku þátt í útboði um byggingu hjúkrunarheimilisins á árinu 2010. Það gerði sömuleiðis Umönnun ses. sem einnig var metinn hæfur bjóðandi. Eftir kæru Sólvalla var ákvörðun bæjarins um hæfi Umönnunar úrskurðuð ógild í febrúar 2011 því aðilar þar tengdust þeim sem gerðu útboðsgögnin. „Þá var bara einn eftir og sjálfgefið að við værum ekki að fara í alútboð með einn aðila,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Guðrún segir að bærinn hafi í kjölfarið ákveðið að endurskoða ferlið. Sólvellir hafi þá krafist bóta en því verið hafnað. Upphaflega útboðið var svokallað alútboð; það er bjóðendur áttu að annast allt verkið að hönnun meðtalinni. Guðrún segir að nú hafi farið fram útboð og samið hafi verið um hönnunina eina. Aðrir þættir séu boðnir út sérstaklega. Gert sé ráð fyrir að hjúkrunarheimilið sem er með sextíu rými og standi í Skarðshlíð, innst á Völlunum, verði tekið í notkun um þar næstu áramót.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Að Sólvöllum stendur hópur tengdur hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Í honum eru Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri, Helgi Númason, endurskoðandi Sólvangs, og Erna Fríða Berg, fyrrverandi forstjóri Sólvangs, sem jafnframt sat í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði þegar félagið gerðist stofnaðili að Sólvöllum. Í bréfi lögmanns Sólvalla til Hafnarfjarðarbæjar er sett fram sundurliðuð ríflega 15 milljóna króna krafa sem „innborgun“ bæjarins vegna kostnaðar sem lagt hafi verið í. Þá er ítrekað að bærinn skuldi Sólvöllum 350 þúsund krónur í málskostnað vegna kæru í upphaflega útboðinu. „Það var ekki tekin formleg afstaða en ég geri ráð fyrir að svarið verði með sama hætti og síðast, að bótakröfu sé hafnað,“ segir bæjarstjórinn sem falið var af bæjarráði að svara kröfu Sólvalla. Guðrún tekur þó fram að til standi að greiða Sólvöllum fyrrnefndan 350 þúsund króna kostnað úr kærumálinu. „Að sjálfsögðu er velkomið að greiða það.“ Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Sjálfseignarstofnunin Sólvellir krefst þess að Hafnarfjarðarbær greiði 15 milljónir króna vegna kostnaðar við útboð á hjúkrunarheimili á Völlunum. Sólvellir ses. tóku þátt í útboði um byggingu hjúkrunarheimilisins á árinu 2010. Það gerði sömuleiðis Umönnun ses. sem einnig var metinn hæfur bjóðandi. Eftir kæru Sólvalla var ákvörðun bæjarins um hæfi Umönnunar úrskurðuð ógild í febrúar 2011 því aðilar þar tengdust þeim sem gerðu útboðsgögnin. „Þá var bara einn eftir og sjálfgefið að við værum ekki að fara í alútboð með einn aðila,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Guðrún segir að bærinn hafi í kjölfarið ákveðið að endurskoða ferlið. Sólvellir hafi þá krafist bóta en því verið hafnað. Upphaflega útboðið var svokallað alútboð; það er bjóðendur áttu að annast allt verkið að hönnun meðtalinni. Guðrún segir að nú hafi farið fram útboð og samið hafi verið um hönnunina eina. Aðrir þættir séu boðnir út sérstaklega. Gert sé ráð fyrir að hjúkrunarheimilið sem er með sextíu rými og standi í Skarðshlíð, innst á Völlunum, verði tekið í notkun um þar næstu áramót.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Að Sólvöllum stendur hópur tengdur hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Í honum eru Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri, Helgi Númason, endurskoðandi Sólvangs, og Erna Fríða Berg, fyrrverandi forstjóri Sólvangs, sem jafnframt sat í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði þegar félagið gerðist stofnaðili að Sólvöllum. Í bréfi lögmanns Sólvalla til Hafnarfjarðarbæjar er sett fram sundurliðuð ríflega 15 milljóna króna krafa sem „innborgun“ bæjarins vegna kostnaðar sem lagt hafi verið í. Þá er ítrekað að bærinn skuldi Sólvöllum 350 þúsund krónur í málskostnað vegna kæru í upphaflega útboðinu. „Það var ekki tekin formleg afstaða en ég geri ráð fyrir að svarið verði með sama hætti og síðast, að bótakröfu sé hafnað,“ segir bæjarstjórinn sem falið var af bæjarráði að svara kröfu Sólvalla. Guðrún tekur þó fram að til standi að greiða Sólvöllum fyrrnefndan 350 þúsund króna kostnað úr kærumálinu. „Að sjálfsögðu er velkomið að greiða það.“
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira