Krefst 15 milljóna vegna útboðs sem hætt var við Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. október 2013 08:00 Nýtt hjúkrunarheimili á að rísa í Skarðshlíð innst í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Fréttablaðið/GVA Sjálfseignarstofnunin Sólvellir krefst þess að Hafnarfjarðarbær greiði 15 milljónir króna vegna kostnaðar við útboð á hjúkrunarheimili á Völlunum. Sólvellir ses. tóku þátt í útboði um byggingu hjúkrunarheimilisins á árinu 2010. Það gerði sömuleiðis Umönnun ses. sem einnig var metinn hæfur bjóðandi. Eftir kæru Sólvalla var ákvörðun bæjarins um hæfi Umönnunar úrskurðuð ógild í febrúar 2011 því aðilar þar tengdust þeim sem gerðu útboðsgögnin. „Þá var bara einn eftir og sjálfgefið að við værum ekki að fara í alútboð með einn aðila,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Guðrún segir að bærinn hafi í kjölfarið ákveðið að endurskoða ferlið. Sólvellir hafi þá krafist bóta en því verið hafnað. Upphaflega útboðið var svokallað alútboð; það er bjóðendur áttu að annast allt verkið að hönnun meðtalinni. Guðrún segir að nú hafi farið fram útboð og samið hafi verið um hönnunina eina. Aðrir þættir séu boðnir út sérstaklega. Gert sé ráð fyrir að hjúkrunarheimilið sem er með sextíu rými og standi í Skarðshlíð, innst á Völlunum, verði tekið í notkun um þar næstu áramót.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Að Sólvöllum stendur hópur tengdur hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Í honum eru Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri, Helgi Númason, endurskoðandi Sólvangs, og Erna Fríða Berg, fyrrverandi forstjóri Sólvangs, sem jafnframt sat í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði þegar félagið gerðist stofnaðili að Sólvöllum. Í bréfi lögmanns Sólvalla til Hafnarfjarðarbæjar er sett fram sundurliðuð ríflega 15 milljóna króna krafa sem „innborgun“ bæjarins vegna kostnaðar sem lagt hafi verið í. Þá er ítrekað að bærinn skuldi Sólvöllum 350 þúsund krónur í málskostnað vegna kæru í upphaflega útboðinu. „Það var ekki tekin formleg afstaða en ég geri ráð fyrir að svarið verði með sama hætti og síðast, að bótakröfu sé hafnað,“ segir bæjarstjórinn sem falið var af bæjarráði að svara kröfu Sólvalla. Guðrún tekur þó fram að til standi að greiða Sólvöllum fyrrnefndan 350 þúsund króna kostnað úr kærumálinu. „Að sjálfsögðu er velkomið að greiða það.“ Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sjálfseignarstofnunin Sólvellir krefst þess að Hafnarfjarðarbær greiði 15 milljónir króna vegna kostnaðar við útboð á hjúkrunarheimili á Völlunum. Sólvellir ses. tóku þátt í útboði um byggingu hjúkrunarheimilisins á árinu 2010. Það gerði sömuleiðis Umönnun ses. sem einnig var metinn hæfur bjóðandi. Eftir kæru Sólvalla var ákvörðun bæjarins um hæfi Umönnunar úrskurðuð ógild í febrúar 2011 því aðilar þar tengdust þeim sem gerðu útboðsgögnin. „Þá var bara einn eftir og sjálfgefið að við værum ekki að fara í alútboð með einn aðila,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Guðrún segir að bærinn hafi í kjölfarið ákveðið að endurskoða ferlið. Sólvellir hafi þá krafist bóta en því verið hafnað. Upphaflega útboðið var svokallað alútboð; það er bjóðendur áttu að annast allt verkið að hönnun meðtalinni. Guðrún segir að nú hafi farið fram útboð og samið hafi verið um hönnunina eina. Aðrir þættir séu boðnir út sérstaklega. Gert sé ráð fyrir að hjúkrunarheimilið sem er með sextíu rými og standi í Skarðshlíð, innst á Völlunum, verði tekið í notkun um þar næstu áramót.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Að Sólvöllum stendur hópur tengdur hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Í honum eru Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri, Helgi Númason, endurskoðandi Sólvangs, og Erna Fríða Berg, fyrrverandi forstjóri Sólvangs, sem jafnframt sat í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði þegar félagið gerðist stofnaðili að Sólvöllum. Í bréfi lögmanns Sólvalla til Hafnarfjarðarbæjar er sett fram sundurliðuð ríflega 15 milljóna króna krafa sem „innborgun“ bæjarins vegna kostnaðar sem lagt hafi verið í. Þá er ítrekað að bærinn skuldi Sólvöllum 350 þúsund krónur í málskostnað vegna kæru í upphaflega útboðinu. „Það var ekki tekin formleg afstaða en ég geri ráð fyrir að svarið verði með sama hætti og síðast, að bótakröfu sé hafnað,“ segir bæjarstjórinn sem falið var af bæjarráði að svara kröfu Sólvalla. Guðrún tekur þó fram að til standi að greiða Sólvöllum fyrrnefndan 350 þúsund króna kostnað úr kærumálinu. „Að sjálfsögðu er velkomið að greiða það.“
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira