Innlent

Norðmenn fá fornrit að gjöf

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð afhendir hér Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, þjóðargjöfina.
Sigmundur Davíð afhendir hér Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, þjóðargjöfina. Mynd/Forsætisráðuneytið
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna. Tilefnið er að 100 ár eru liðin frá endurreisn norska konungdæmisins.

Gjöfin var afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í Ósló í gær. Gjöfin er fimm bindi sem Hið íslenzka fornritafélag gaf út. Það eru nýjar útgáfur norskra konungasagna: Sverris saga, Morkinskinna í tveimur bindum, Hákonar saga og Böglunga saga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×